Einkavæðing einokunar er vond hugmynd með slæma reynslu

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráherra opnar á einkavæðingu Keflavíkurflugvallar. Eini millilandaflugvöllur landsins er í eðli sínu einokunarfyrirtæki. Og það fer illa á því að framselja einokunarfyrirtæki í hendur einkaaðila.

Í útrás og hruni sýndu og sönnuðu íslenskir einkaaðilar að þeim er ekki treystandi fyrir samfélagslegum verðmætum. Einkaaðilar stjórnuðu samanlögðu bankakerfi landsins og þeir settu þjóðina svo gott sem á hausinn.

Samgöngukerfið, flugvallarrekstur meðtalinn, er samfélagsleg verðmæti sem einkaaðilum er ekki treystandi fyrir. Útrás og hrun kenndu okkur það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er heldur ekkert heilagt að Borgarstjórn Reykjavíkur hafa vald yfir skipulagsmálum flugvallar við Reykjavík, frekar en þjóðvegum landsins. 

Það sýnist sem verulega sé farið að slá í þessa Hönnu Byrnu.  

Hrólfur Þ Hraundal, 7.2.2014 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband