Fimmtudagur, 6. febrúar 2014
Evran er hrun á hægum hraða
Fasteignabólan á Spáni sprakk fyrir fimm árum en samt er ekki búið að setja í gjaldþrot byggingafyrirtæki sem ekki eiga sér neinar efnahagslegar forsendur. Ef Spánn væri með eigin gjaldmiðil væri fyrir lögnu búið að setja þrot ósjálfbæran rekstur. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran, beinlínis kemur í veg fyrir loftinu sé hleypt úr eignabólu hratt og vel.
Æ fleiri vakna upp við þann vonda draum að evran er ekki bjargvættur heldur kviksyndi sem kemur í veg fyrir að þjóðir sem verða fyrir efnahagsáföllum nái sér á strik. Og að því marki sem þjóðir í jaðri ESB koma sér á lappir þá borga aðrir.
Þess vegna er vaxandi fylgi meðal ríku Norður-Evrópuþjóðanna að hverfa úr evru-samstarfinu eða jafnvel alfarið úr Evrópusambandinu. Hollendingar eru orðnir áhugasamir um ,,Nexit", enda segir ný skýrsla að þeir muni græða á því. ,,Nexit" kallast á við ,,Brexit" sem er skammnefni fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu - en þeim datt aldrei í hug að ganga til liðs við meginlandið í gjaldmiðlasamstarf.
Aldrei fleiri gjaldþrot á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já hahaha. Það er svo hægt - að það bara sést ekki!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2014 kl. 16:47
Athugasemdirnar hjá STÓRINNLIMUNARSINNANUM Ómari Bjarka ná því ekki að vera fyndnar heldur eru þær hlægilegar og bera honum og hans ruglaða hugarheimi gott vitni..................
Jóhann Elíasson, 6.2.2014 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.