Evran er hrun á hægum hraða

Fasteignabólan á Spáni sprakk fyrir fimm árum en samt er ekki búið að setja í gjaldþrot byggingafyrirtæki sem ekki eiga sér neinar efnahagslegar forsendur. Ef Spánn væri með eigin gjaldmiðil væri fyrir lögnu búið að setja þrot ósjálfbæran rekstur. Sameiginlegur gjaldmiðill, evran, beinlínis kemur í veg fyrir loftinu sé hleypt úr eignabólu hratt og vel.

Æ fleiri vakna upp við þann vonda draum að evran er ekki bjargvættur heldur kviksyndi sem kemur í veg fyrir að þjóðir sem verða fyrir efnahagsáföllum nái sér á strik. Og að því marki sem þjóðir í jaðri ESB koma sér á lappir þá borga aðrir.

Þess vegna er vaxandi fylgi meðal ríku Norður-Evrópuþjóðanna að hverfa úr evru-samstarfinu eða jafnvel alfarið úr Evrópusambandinu. Hollendingar eru orðnir áhugasamir um ,,Nexit", enda segir ný skýrsla að þeir muni græða á því. ,,Nexit" kallast á við ,,Brexit" sem er skammnefni fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu - en þeim datt aldrei í hug að ganga til liðs við meginlandið í gjaldmiðlasamstarf.


mbl.is Aldrei fleiri gjaldþrot á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já hahaha. Það er svo hægt - að það bara sést ekki!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.2.2014 kl. 16:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Athugasemdirnar hjá STÓRINNLIMUNARSINNANUM Ómari Bjarka ná því ekki að vera fyndnar heldur eru þær hlægilegar og bera honum og hans ruglaða hugarheimi gott vitni..................

Jóhann Elíasson, 6.2.2014 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband