Útvistun opinberra fjármuna til Ásdísar Höllu

Útrás og hrun drápu ekki einkaframtakið, það lifir góðu lífi, en steindrap á hinn bóginn orðræðuna um að ríkisvaldið eigi að úthluta einstaklingum aðgang að opinberu fé undir formerkjum einkavæðingar. Ásdís Halla Bragadóttir, sem hvorki er fagmenntuð til hjúkrunar né umönnunar, er í verktöku hjá ríkinu við sjúkraþjónustu.

Í Viðskiptablaðinu er haft eftir Ásdísi Höllu

Þó engar líkur séu á aukinni einkavæðingu ætti hið opinbera hinsvegar að úthýsa hluta þjónustunnar og búa til samkeppni.

Einkavæðing er sem sagt vont orð, segir Ásdís Halla, og þá skulum við nefna útvistun opinberra fjármuna til útvaldra einstaklinga öðru nafni. Og kalla það samkeppni - en ekki spillingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband