Krónan styrkist; sjálfstætt fólk og spenafólk

Pólarnir í íslenskum stjórnmálum eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Í Sjálfstæðisflokkum er öflugasta andstaðan við ESB-aðild en Samfylkingin er flokkur ESB-sinna. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur þeirra sem standa á eigin fótum en samfylkingarfólk leitar að spena. 

Könnun Fréttablaðsins á afstöðu þjóðarinnar til krónunnar staðfestir mynstrið: kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hlynntastir krónunni á meðan fylgi Samfylkingar tekur mið af krónuníði forystu flokksins undanfarin ár.

Sjálfstæðisflokkurinn er með um 30 prósent fylgi, sterkari á landsbyggðinni en í Reykjavík. Samfylking liggur nærri 15 prósentum í fylgi og er fyrst og fremst höfuðborgarflokkur.

Þegar kurlin koma öll til grafar skiptist þjóðin í sjálfstætt fólk og spenafólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband