Miðvikudagur, 5. febrúar 2014
Bolli ESB-sinni með 12 milljarða króna pósthólf
Íslenskir ESB-sinnar láta ekki að sér hæða. Einn þeirra, Bolli Héðinsson, situr í framkvæmdaráði Já-Íslands, gerir það gott sem umsjónarmaður pósthólfs í Svíþjóð sem greiðir hluthöfum sínum heila 12 milljarða króna í arð undanfarin ár, samkvæmt RÚV.
Það er fáum gefið að töfra fram 12 milljarða króna arðgreiðslur úr pósthólfi.
Snjallir menn, íslenskir ESB-sinnar.
Athugasemdir
Eigendur pósthólfsins borga skatta og skyldur af hagnaði sínum og vilja hafa allt opið og tært.
Umsjónarmaðurinn er ekki hluthafi,en hlýtur að fá greitt fyrir utanumhaldið og greiðir þá væntanlega skatta í Svíþjóð,?
Helga Kristjánsdóttir, 5.2.2014 kl. 22:32
Fréttamaður ruv hafði það eftir Bolla að skúffufyrirtækið borgaði alla skatta og skyldur og vildi hafa allt upp á borðum. En er það einhver staðfesting að svo sé?
Það er aftur forvitnilegra að spá í hvers vegna fyrirtæki sem er með starfsemi í Bandaríkjunum og Rússlandi velur að eiga skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Það skyldi ekki vera að með því sé þetta alþjóðafyrirtæki að gera sér bakleið inn í ESB?
Gunnar Heiðarsson, 6.2.2014 kl. 05:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.