Miðvikudagur, 5. febrúar 2014
ESB-spilling verri en í þjóðríkjum
Í þjóðríkjum sem búa við lýðræði eru valdhafar undir eftirliti þjóðþinga og almennings sem reglulega fá tækifæri til að skipta út valdhöfum. Aðhaldið heldur spillingunni í skefjum. Evrópusambandið, á hinn bóginn, býr ekki að neinu slíku aðhaldi.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem er langvaldamesta stofnun ESB, er ekki kosin í lýðræðislegri kosningu. Evrópuþingið, sem á að veita framkvæmdastjórninni aðhald, er valdalítið og enn veikara með því að kosningaþátttaka til þingsins er lítil og fer minnkandi.
Spillingin grasserar óáreitt í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins þar sem sáralítið aðhald er með störfum þess.
Rannsaki spillingu hjá ESB líka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.