Auðmannalögfræðingur vill stjórna dómstólum

Gestur Jónsson er einn þekktasti auðmannalögfræðingur landsins. Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi sáluga og Sigurður Einarsson Kaupþingsstjóri eru meðal skjólstæðinga Gests. Auk lögfræði býður Gestur almannatenglaþjónustu og svokallaða ,,frestiþjónustu" sem er lögfræðileg nýjung í þágu auðmanna er vilja kaupa sér frest frá réttlætinu.

Gestur er ósáttur við að fá ekki jafn oft sýknu og fyrir hrun þegar dómstólar bukkuðu sig og beygðu fyrir alveldi auðmanna. Og nú á að hjóla í einstaka dómara. Í umkvörtun vegna ummæla Símonar Sigvaldasonar dómara hrýtur eftirfarandi perla úr munni lögmannsins

Það er verið að dæma um það, að athafnir verjenda í starfi geti leitt til þess að sakborningur sé verr settur en áður. Þetta er ekkert smámál.

Gestur fer býsna nærri því að segja að auðmannalögfræðingar eins og hann geti aldrei gert neitt rangt. Samkvæmt skilgreiningu geti athafnir auðmannalögfræðinga aðeins bætt stöðu sakborninga. Það ætti að liggja í augum uppi að lögfræðingar eru misjafnir og veita ýmist góða ráðgjöf eða slæma til hagsbóta eða skaða fyrir skjólstæðinginn.

Gestur er fastur í hugarheimi auðmanna fyrir hrun. Í veröld Gests eru dómstólar þjónar auðmanna og lögfræðinga þeirra.


mbl.is Aðfinnsla í Al-Thani-máli veldur áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband