Menntamálaráđherra skilur ekki framhaldsskóla

Framhaldsskólar landsins ţjóna tvíţćttu hlutverki, ađ undirbúa nemendur undir háskólanám annars vegar og hins vegar ađ vera viđverustađur nemenda sem hvorki eru tilbúnir ađ ljúka námi á eđlilegum hrađa né hverfa alfariđ úr námi.

Menntamálaráđherra skilur ađeins ţann hluta framhaldsskólans sem lýtur ađ undirbúningi nemenda undir háskólanám. Á fundi međ Samtökum atvinnulífsins, jú ţađ eru samtök hrunfólksins, fékk menntamálaráđherra ţá tölu ađ íslenskir nemendur ljúki stúdentsprófi ađ međaltali ári seinna en gengur og gerist í nágrannalöndum. Eftir ţann fund klifar ráđherra á ţessari einfeldningslegu tölfrćđi eins og hún sé allsherjarlausn.

Til ađ ná međaltalsnámstíma niđur ţarf einfaldlega ađ úthýsa ţeim nemendum sem ekki geta tekist á viđ nám til stúdentsprófs á ţremur til fjórum árum. Ţađ yrđi gert međ aukinni miđstýringu af hálfu ráđuneytis og stífari náms- og framvindukröfum. Og ef ţetta er leiđ menntamálaráđherra til ađ ţjónusta tölfrćđi Samtaka atvinnulífsins ţá á hann ađ segja ţađ og kannski láta svo lítiđ ađ útskýra hvađ verđi um ţá nemendur sem hrökklast úr skóla.

Varla er menntamálaráđherra svo grćnn ađ halda ađ Samtök atvinnulífsins taki viđ ţeim nemendum sem framhaldsskólarnir myndu vísa frá sér til ađ ná niđur međalnámstíma til stúdentsprófs. Til ţessa hafa Samtök atvinnulífsins ekki sýnt velferđ ungs fólks neinn sérstakan áhuga.

Hugmyndir menntamálaráđherra og Samtaka atvinnulífsins um ađ stytta námstíma til stúdentsprófs tengjast ekki međ nokkrum hćtti ţeirri stađreynd ađ kennarar í framhaldsskólum eru međ verulega lćgri laun, 17 prósent lćgri dagvinnulaun og tíu prósent lćgri heildarlaun, en sambćrilegar stéttir hjá hinu opinbera. Menntamálaráđherra sem ekki skilur ţessa stađreynd ćtti ađ leita sér ađ nýju starfi.


mbl.is Skapi svigrúm til launahćkkana
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband