Ríkið svindlar á kennurum

Ríkisstarfsmenn með sambærilega menntun og kennarar eru með 17 prósent hærri dagvinnulaun en kennarar og munurinn á heildarlaunum er tíu prósent. Á síðustu árum eykst þessi munur vegna þess að ríkið veitt peningum í starfsmannasamninga á öllum vinnustöðum nema í framhaldsskólum.

Framhaldsskólakennarar tóku möglunarlaust við stórauknum fjölda nemenda við hrun og bekkjarhópar stækkuð um 20 til 30 prósent, jafnvel meira. Samtímis var skorið inn að beini í rekstri, sem m.a. fól í sér snarminnkað framboð aukavinnu.

Ríkisvaldið verður að gera betur en að bjóða það eitt að staðfesta kjararýrnun síðustu ára.


mbl.is Vonbrigði með snautlegt tilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Eru ekki meðaldagvinnulaun kennara tæplega 400.000 kall á mánuði? Fyrir 9 mánaða vinnu? Vafalaust vinna margir þeirra aðra vinnu í "sumarfríinu" Þekki allavega tvo sem vinna "svart" í ferðaþjónustu á sumrin. Meðaldagvinnulaun verkakarla í fiskvinnu eru um 300.000 kall. Ég vorkenni ekki kennurum og það verður þeim til vansa ef þeir taka ekki þátt í þjóðarátaki til að ná stöðugleika.

Ágúst Marinósson, 3.2.2014 kl. 17:48

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hægri maðurinn vill smá vinstri snúning þegar það henntar fyrir hann sjálfan. Brandari.

Sleggjan og Hvellurinn, 3.2.2014 kl. 18:23

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er sjálfsagt að búa til jafnlaunastefnu og allir fái 300 þúsund kall eða hvaða tölu sem vilja lenda á. En meðan það er ekki jafnlaunastefna þarf að vera innbyrðis samræmi milli menntunar/hæfniskrafna annars vegar og hins vegar launa. Kennarar eru eftirbátar starfsmanna ríkisins með sambærilega menntun.

Og ef það er vinstristefna að fá borgað fyrir vinnuna þá veit ég ekki hvað hægristefna er.

Páll Vilhjálmsson, 3.2.2014 kl. 20:33

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lækka lengd náms kennara. Þá er sambærileikinn kominn.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.2.2014 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband