Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Þriðji björgunarpakkinn fyrir Grikkland
Grikkland er enn gjaldþrota vegna ótímabærrar evru-væðingar landsins. Tveir björgunarpakkar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Seðlabanka Evrópu og Evrópusambandsins eru ekki nóg til að koma heimalandi Sókratesar og vestræns lýðræðis á réttan kjöl.
Samkvæmt Spiegel er í þýska fjármálaráðuneytinu langt kominn undirbúningur að þriðja björgunarpakkana fyrir fyrir Grikkland. Líklegt umfang pakkans er 10 til 20 milljarðar evra.
Grikkir hafa ekki efnt nema um helming þeirra loforða sem þeir gáfu um stjórnkerfisbreytingar og uppstokkun í ríkisrekstri vegna tveggja fyrri björgunarpakka. Atvinnuleysi í Grikklandi er um 30 prósent.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.