Laugardagur, 1. febrúar 2014
Stórflótti VG-kjósenda til Framsóknarflokksins
Einn af hverjum fjórum kjósendum VG telja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins standa sig vel í embætti forsætisráðherra. Kjósendur VG eru elskastir að formanni Framsóknarflokksins af öllum kjósendum stjórnarandstöðunnar.
VG var með um 22 prósent fylgi í kosningum 2009, fékk 10,9 prósent í vor og af þeim er fjórðungur giska sáttur með formann Framsóknarflokksins - eru tilbúnir að styðja Sigmund Davíð til góðra verka, eins og að afturkalla ESB-umsóknina.
Eftir eitt ár verður fylgi VG komið niður í fimm prósent í skoðanakönnunum. Þá verður flokkurinn ekki lengur sjálfbær og veslast upp.
38% sátt við störf Sigmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einn af hverjum fjórum kjósendum VG telja Sigmund - - -
Svo er það spurning hverjir kallast kjósendur stjórnarandstöðunnar og kjósendur VG, allir þeir sem flúðu eftir apríl 2009 eða hinir fáu sem eftir voru?
Elle_, 1.2.2014 kl. 22:26
Þetta bendr til að Vg fylgi ekki nógu vel eftir ESB aðild. Stór hluti af 2009 fylgi er flúinn til manna sem stefna að aðild að Sambandinu. Eftir sitja þjóðrembingarnir sem láta lúberja sig með þjóðrembingslurkinum og ganga sjálfviljugir í gapastokk framsjallaelítunnar og heimssýnar.
Hinsvegar stórauka ESB flokkar fylgi sitt. Þar að flykkist fólk svo bókstaflega er öngþveiti um að komast þar inn.
það fækkar í þjóðrembingaflokki - en því fastar flækja þeir sig í óheiðarlegum þöggunar- og villustígsmálflutningi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.2.2014 kl. 23:14
Til eru þeir sem segja að Steingrímur J. Sigfússon hafi alltaf verið Framsóknarmaður í rauðlitri lopapeysu. Þegar hann var landbúnaðarráðherra í stjórn Steingríms Hermannssonar 1991 til 1995 var reyndar ekki hægt að sjá annað en mikið væri til í þessu.
Ómar Ragnarsson, 2.2.2014 kl. 00:20
Satt er það Elle mín,það er ekki svo gott að þekkja þá eftir útlitinu,því kosningar eru leynilegar. En gallharðir flokksmenn eru ekkert að fela það og opinbera hverjum sem heyra vill,hvaða flokki þeir tilheyra. Nú seinustu ár steita þeir hinsvegar á skeri flokksmenn VG,þegar formaðurinn svíkur stefnuskrá þeirra og vinnur öllum árum að því að innlima þjóðina í forhert ríkjabandalag. Fáir eru eins kjarkmiklir og Jón Bjarnason,sem fórnaði ráðherrastóli sínum fyrir þjóð sína,margir mundu flykkja sér um hann,sem vinstri stefnu aðhyllast.Við eigum það sameiginlegt að hafna Esb,aðild,að því leiti erum við samherjar. Sendum umboðslausu umsóknina til Brussel. Gætum kannski sem sárabót,sent þeim myndir af ríkisstjórninni sem lék okkur öll svo grátt.
Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2014 kl. 01:53
Það er margt til í því sem Ómar R segir hér fyrir ofan, að orðrómr um að SJS sé frammari í rauðri peysu hefur stundum heyrst. En ekki er víst að honum yrðu vel tekið meðal framsóknarmanna, ef hann ákvæði að fara úr peysunni.
SJS var vissulega undirgefinn ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannsonar. Það segir kannski mest um þennan mann, því þegar hann síðan varð aftur ráðherra, veturinn 2009, kom þessi undirgefni aftur í ljós og enn frekar á vordögum það ár, þegar nýr ríkisstjórnarsáttmáli milli VG og samfylkingar var gerður. Allan þann tíma sem SJS sat í þeirri ríkisstjórn bugtaði hann sig og beigði fyrir samstafsflokknum og að auki fyrir fjármagnöflunum.
SJS getur talað og það hátt. Honum reynist auðvelt að gagnrýna og steytir oft hnefa. En lengra nær ekki kjarkur þessa manns. Þegar til á að taka og á hólminn er komið, lipast hann niður. Breytir ar engu hvort um er að ræða pólitíska andstæðinga eða önnur öfl, sem hann hefur blótað. Fyrir pólitíska andstæðinga nægir að draga hann með sér í ríkisstjórn, þá verður hann þeirra talsmaður og fyrir þau öfl sem hann mest hefur talað gegn um tíðina, nægir að þau byrsti sig örlítið. Þá hverfur kjarkurinn.
Það er næsta öruggt að ef sjálfstæðisflokk tækist að ná SJS og hanns flokki í ríkisstjórnarsamstarf, yrði hann einn mesti talsmaður sjálfstæðisflokks á skömmum tíma.
Það er því vart hægt að telja SJS laumu framsóknarmann, ekki frekar en laumu krata eða laumu kapítalisma. Hann er einfaldlega maður stórra orða en lítilla verka.
Gunnar Heiðarsson, 2.2.2014 kl. 08:58
Já, það væri sko sterkt fyrir Framsókn og Sjálfstæðisflokkinn að fá Steingrím, þangað til hann umskiptist næst, fyrir öðrum öflum. Og guð einn veit hvaða öfl það yrðu. Hann færi létt með að kjafta sig þangað inn, verandi næstum eins lyginn og Össur. Munurinn á þeim 2 er bara að Össur er svo gegnglær að ekki nokkur maður ea villiköttur trúir honum.
Helga: - - - innlima þjóðina í forhert ríkjabandalag - - - :/
Elle_, 2.2.2014 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.