Vinstriflokkarnir berjast um 30% fylgið - VG búið að vera

Könnun í dag staðfestir könnun í gær: VG er minnsti vinstriflokkurinn, á eftir Samfylkinu og Bjartri framtíð. VG var þjóðernissinnaður vinstriflokkur, sömu ættar og Alþýðubandalagið, en sólundaði því pólitíska kapítali með stuðningi við ESB-stefnu Samfylkingar á síðasta kjörtímabili.

VG getur ekki á ný orðið heimili ESB-andstæðinga af vinstri væng stjórnmálanna. Þeir eru farnir til Framsóknarflokksins. Miðjan með Framsóknarflokknum og hægrið með Sjálfstæðisflokknum eru traust vígi fullveldissinna á meðan vinstri vængurinn er undirlagður ESB-sinnum.

Ógrynni kannana undanfarin ár sýna að aðeins um 30 prósent þjóðarinnar vill að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu. Jafnvel þótt flokkum fjölgi eða fækki þá helst þetta prósentuhlutfall. Ruðningsáhrif ESB-málsins eru slík að önnur málefni ýmist víkja eða eru metin út frá afstöðunni til Evrópusambandsins. Það sást á síðasta kjörtímabili, bæði Icesave-málið og stjórnarskrármálið urðu fyrir ruðningsáhrifunum.

Vinstriflokkarnir berjast innbyrðis um 30 prósent fylgið og VG er búið að tapa þeim slag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband