Katyn 1940 - ekki 1943

Stalín kenndi Hitler og nasistum um fjöldamorð á pólskum liðsforingjum í seinni heimsstyrjöld. Þjóðverjar fundu fjöldagrafirnar við Katyn árið 1943 og gerðu alþjóð heyrinkunnugt. Nasistar voru á hinn bóginn ekki trúverðugir og Moskva sakaði þá um and-sovéskan áróður.

Lengi eftir stríðið komust Sovétríkin upp með að afneita ábyrgð sinni á fjöldamorðunum. Þjóðverjar töpuðu stríðinu og gengdarlaus morðverk þeirra í austri virtust auka líkurnar á að þeir hafi sjálfir verið að verki við Katyn.

Hitler og Stalín skiptu með sér Póllandi árið 1939. Upphafsatriðið í mynd Andrzje Wajda, Katyn, sýnir Pólverja flýja Þjóðverja úr vestri hitta samlanda sína á brú á flótta undan Rauða hernum sem kom úr austri.

Eftir stríð varð Pólland leppríki Sovétríkjanna og opinber afstaða pólskra stjórnvalda var að Þjóðverjar bæru ábyrgðina á Katyn-fjöldamorðunum. Landflótta Pólverjar á Vesturlöndum vissu betur. Þrátt fyrir hatramma andstöðu Sovétríkjanna voru reist minnismerki á Vesturlöndum um fórnarlömin í Katyn.

Ártalið 1940 var lykilatriði í minningunni um Katyn og réttri vísun í gerendur. Þjóðverjar réðust gegn Sovétríkjunum vorið 1941 og fram að því var Austur-Pólland, og þar með svæðið í kringum Katyn, yfirráðasvæði Sovétríkjanna. 

Eftir fall kommúnismans á níunda og tíuunda áratug síðust aldar voru fundust gögn sem sönnuðu að NKVD, sovéska öryggislögreglan, myrti með köldu blóði 22 þúsund pólska stríðsfanga. Í skjali nr. 794/B frá 5. mars 1940 skrifar Bería yfirmaður NKVD að pólskir stríðsfangar séu svarnir fjendur sovétvaldsins. Stalín og miðstjórn Kommúnistaflokksins samþykktu tillögu Bería að drepa pólsku stríðsfangana.

Fjöldamorð voru skipulögð aðferð sovéskra kommúnista til að tryggja völdin. Pólsku foringjarnir, sem í borgaralegu lífi voru kennarar, verkfræðingar, læknar og opinberir starfsmenn, kunnu að reka frjálst þjóðfélag. Þar með urðu þeir óvinir sovéskra stjórnvalda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Góðan daginn Páll.

Þessi tilfallandi athugasemd þín um raunveruleg afdrif pólsku liðsforingjanna er í raun og veru aðeins kaldhæðnisleg áminning um nútíma sögufölsun. Okkar tæknivædda og "upplýsta" kynslóð er t.a.m alin upp við einhæfa og algjörlega svart-hvíta mynd af síðustu heimstyrjöld og allar götur síðan og í þeim mæli að sagnfræðingar og vísindamenn sem dirfast að bera brigður á hina opinberu söguskýringu, eiga fordæmingu og jafnvel fangelsisdóma yfir höfði sér, hvað sem öllu mál- og skoðanafrelsi líður.

Jónatan Karlsson, 1.2.2014 kl. 12:25

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þess má geta að Rússar hafa viðurkennt að þeir hafi staðið að fjöldmorðunum í Katyn og ef ég man rétt var sendinefnd háttsettra pólskra ráðamanna á leið til að vera viðstödd athöfn þar þegar flugvél þeirra fórst í aðflugi í afar slæmu veðri.

Mannfallið í styrjöldinni var mest og skelfilegast á austurvígstöðvunum, ekki aðeins vegna grimmdar Rússa, heldu vegna þess að af því að Sovétmenn voru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum um meðferð stríðsfanga gaf Hitler þýska hernum leyfi til að skjóta sovéska liðsforingja að vild sinni.

Viðtal sem ég tók við gamla rússneska konu sem ég hitti við bæinn Demyansk í febrúar 2006, var athyglisvert. Hún hafði verið þar á útmánuðum 1942 þegar 100 þúsund manna þýskur her var lokaður þar inni en sagði, að enda þótt misjafn sauður hefði verið í þýska hernum hefðu bæjarbúar ekki verið hræddastir við þá, heldur Finnana ,sem hefðu komið fram eins og hreinir villimenn.

Ástæðan var líkast til hefndarþorsti eftir vetrarstríðið 1939-1940 en engu að síður varpar þetta atriði skugga á þá mýtu Norðurlandabúa að þeir séu með hreinastan skjöld allra þjóða í styrjöldum.  

Ómar Ragnarsson, 1.2.2014 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband