VG sekkur, ESB-svikin hefna sín

VG er deyjandi stjórnmálaflokkur. Í kosningunum í vor fékk flokkurinn 10,9 prósent fylgi og það minnkar enn og stefnir í eins stafs tölu. VG er í sögulegu samhengi arftaki róttækra þjóðernissinna. Flokkurinn sveik málstaðinn 16. júlí 2009 með því að styðja ESB-umsókn Samfylkingar.

VG fær enga viðspyrnu enda grunnfylgið farið til Framsóknarflokksins og taumlausa andófsfylgið til Pírata. Björt framtíð er komin í það hlutverk sem VG áður hafði sem þriðja hjólið undir vagni Samfylkingar. Flokkarnir tveir eru með 33 prósent fylgi.

VG leggur upp laupana á kjörtímabilinu. Þið lásuð það fyrst hér.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn með 30,5% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á meðan ekki verður til annar "kommaflokkur" þá lifir VG

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2014 kl. 22:55

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessar stjórnmálaskýringar hér eru flestar gagnvísir.

Ástæðan fyrir minna fylgi Vg er að þeir hafa ekki fylgt nógu vel eftir mesta þjðþrifamáli Ísland sem er aðild að ESB.

ESB flokkarnir eru að hirða þetta allt saman af þeim.

Málið er að þessi andstaða við ESB er alveg vonlaus málstaður til lengri tíma litið. Vegna þess að um er að ræða óhjákvæmilega þróun.

Mistök heimssýnar í strategíu voru gríðarlega stór og mikil.

Grunnmistök strategíu heimsýnar í málatilbúnaði lágu í stuttu máli í því, að þeir voru og eru allt, alltof öfgafullir og hrottalegir ásamt óheiðarlegir í málflutningi.

Þetta virkaði kannski til skams tíma en er afar vond strategía til lengri tíma litið. Afar vond.

Vegna þess að stuðið sem fólkið fær fyrsta kastið af slíkum málflutningi er fljótt að rjátlast af mönnum. Það er allt, alltof mikill þöggunartilburðir í málflutningi heimssýnar og svokallaðrar ,,vinstri" vaktar.

Heimssýnarmálflutningrinn er stuðandi fyrst og hefur áhrif - en hættir smá saman að virka þegar fólk áttar sig á honum og venst honum. Og þá virkar hann bara sem lágvært tilgangs- og innihaldslaust ómálefnalegt suð.

Þá snýr fólk sér almennt að þeim sem hafa málefnalegheitin með sér og staðreyndirnar ásamt raunveruleikanum. Og það eru ESB - sinnar. Þangað flykkist fólk bókstaflega úr öllum áttum þessa daganna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2014 kl. 23:10

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og Ps. Eg var búinn að vara heimssýn við þessari strategíu á sínum tíma. AAf gæsku minni varaði eg heimssýn við. Sagði eitthvað á þá leið: Þetta er kolvitlaus taktík hjá sem kemur í bakið á ykkur etc. Og fékk bágt fyrir á sínum tíma, ef eg man rétt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 31.1.2014 kl. 23:12

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er 57 ára gömul hefð fyrir því að sá flokkur, sem er lengst til vinstri í íslensku flokkaflórunni, gefi mikilvægt utanríkismál eftir í stjórnarsamstarfi.

Vinstri stjórnin 1956 ákvað að reka varnarliðið úr landi, en eftir Súezdeiluna og innrás Rússa í Ungverjaland það haust, var herinn fastari hér en nokkru sinni fyrr og Alþýðubandalagið sat áfram í stjórn, sem sprakk síðan af allt öðrum orsökum.

1971 var í stjórnarsáttmála vinstri stjórnarinnar með Allaballa innanborðs að reka herinn í áföngum, en ekkert gerðist á meðan sú stjórn sat til vorsins 1974 þegar hún sprakk af allt öðrum ástæðum.

1978 var mynduð vinstri stjórn með Allaballa innanborðs og ekki minnst á varnarliðið. Sú stjórn sprakk árið eftir af allt öðrum ástæðum.

1988 var mynduð vinstri stjórn með Allaballa innanborðs en hvorki minnst á aðildina að NATO né varnarliðið í þeirri stjórn.

Allan þennan tíma, frá 1956 til 1991 eða í 35 ár, voru "kommarnir" á móti NATO og hernum en létu aldrei steyta á því í ríkisstjórnum, sem þeir áttu aðild að á þessum tíma.  

Vo

Ómar Ragnarsson, 1.2.2014 kl. 00:00

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ég skil ekkert í þessum c.a. prósentukönnunum, fram og til baka, endalausu og óskiljanlegu.

Og það er meira að segja næstum daglegt brauð að velta því fyrir sér, hvort fjölmiðlar séu að færa manni áróðursfréttir af löglegum "þjóðarkosningum" á fjögurra ára fresti, með þessum áróðursfréttum daglega? Og maður hafi hreinlega sofið af sér allt kosningabullara-birtingar-áróðursatið fyrir raunverulegu kosningarnar?

Er einhver ástæða til að bera virðingu fyrir kosningaúrslitum á Íslandi, miðað við svona áróðurs-blekkingar-skoðanakannanir?

Hvort eru það sérhagsmunagæsluflokkarnir siðblindufjölmiðla-rokkandi og ómarktæku, eða 100% raunverulegi og ósvindladi vilji þjóðarinnar, sem gildir í siðmenntuðu þjóðfélagsríki, þegar kemur að kosningaúrslitum?

Er ekki kominn tími til að tengja við raunveruleika utangarðsþegnanna skattgreiðandi, og almennt tengja við allra ó-flokksbundinna á Íslandi, þegar engisprettufaraldur hertekinna ríkisfjölmiðla taka sig til, með siðlausar skoðanamótandi skoðanakannanir?

Ég vil ákveða sjálf hvað ég kýs, án áróðursáhrifa opinberra ríkisfjölmiðla.

Er það hlutverk stanslausra auglýsinga-áróðurmeistara ríkisfjölmiðla að breyta því hvað ég og aðrir kjósa?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.2.2014 kl. 00:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Viðbót: Ég gleymdi í upptalningunni stjórn Gunnars Thoroddsens 1980-83 þar sem ekki var minnst orði á neina breytingu í utanríkismálum. En kannski er munurinn 2009-2013 að gefið var eftir í utanríkismálum 1956-91 með því að láta aðgerðarleysi afskiptalaust, en 2009 var um að ræða að gefa eftir varðandi það að fara út í heilmiklar aðgerðir.

Ómar Ragnarsson, 1.2.2014 kl. 05:15

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Góð ábending, Ómar. Grundvallarmunur er þó á eftirgjöf Alþýðubandalagsins gagnvart Nató/Miðnesheiði annars vegar og hins vegar VG gagnvart ESB-umsókninni.

Herseta Íslands var staðreynd frá seinni heimsstyrjöld. Ógnarsterk öfl í alþjóðastjórnmálum, þe. skipting heimsins í vestræn lýðræðisríki og austræn kommúnistaríki, lögðu allt kapp að að Ísland raskaði ekki stöðu vestrænna lýðræðisríkja gagnvart austræna einræðinu. Alþýðubandalagið tók mið af þessari stöðu og stundaði raunsæispólitík.

VG, á hinn bóginn, var ekki undir neinum slíkum alþjóðlegum þrýstingi þegar flokkurinn tók þátt í 16. júlí svikunum 2009. ESB-umsókn Samfylkingar var hrein og klár ævintýramennska sem helst mætti líkja við ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði á hápunkti kalda stríðsins lagt til að herinn færi úr landi og Ísland segði sig úr Nató.

Páll Vilhjálmsson, 1.2.2014 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband