Eir svindlar á ríkinu

Eir er margfalt gjaldþrota eftir ruglrekstur í árafjöld. 52 milljón króna björgunarpakki ríkis og borgar mun ekki bjarga ónýtum rekstri. Leppstjórn Jóns Sigurðssonar og félaga leggur dæmið upp þannig að eftir nokkur ár mun ríkið borga mun hærri fjárhæð til að redda fyrsta björgunarpakkanum.

Ef Eir verður bjargað á þessum forsendum er ríkið búið að opna tékkheftið og verður að bjarga ýmsum öðrum ruglrekstri þar sem aldraðir eru í gíslingu, t.d. í Kópavogi og Reykjanesbæ.

Eir á vitnalega að fara lóðbeint á hausinn og það á að lögsækja þá sem fóru ekki að lögum þegar íbúðir aldraðra voru settar að veði fyrir rekstri rugludalla.

Ríkið á ekki að púkka upp á rekstur sem stenst ekki heilbrigða skynsemi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Páll Vilhjálmsson. Eir málið er grafalvarlegt mál, sem þarf að rannsaka. Enn Ríkissaksóknari vill ekki rannsaka málið, nema að hluta. Enn síðan er mér falinn rannsókn á þessum hluta sem þarf að rannsaka. Það er ekki mitt að rannsaka mál sem ég kæri og bið um rannsókn. Ég er á þeirri skoðun að Hanna Birna hafi hugsanlega haft mikill ítök í þessu máli. Hún var sjálf í borgarstjórnar meirihlutanum á þessum tíma. Magnús L Sveinsson virðist sleppa létt í gegnum þetta og skítum klínt á Vilhjám Þ Vilhjálmsson, þar voru nefnilega fleirri sem eiga hlut að þessu máli. Af hverju var hægt að veðsetja eignir á Sauðakrók sem dæmi.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 3.2.2014 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband