Mistök Breta í fyrra stríði og ESB-umræðan

Bretland átti ekki að taka þátt í fyrri heimsstyrjöld, - í það minnsta ekki um leið og hún hófst, segir stórkanóna engilsaxneskrar sagnfræði, Njáll Ferguson í viðtali við sögurit BBC.

Bretar tóku þátt í fyrra stríði nánast frá fyrstu stundu. Stríðið hófst í ágúst 1914 og á hundrað ára afmæli er þess er tekist á um ástæður þess og, ekki síst í Bretlandi, hvort Bretar hefðu átt að koma til liðs við Frakka.

Breski menntamálaráðherrann skrifaði nýverið að Bretar gerðu rétt í að styðja Frakka og Rússa gegn miðveldunum Þýskalandi og Austurríki-Ungverjalandi.

Bretar misstu milljón hermenn og tvær milljónir særðust. Í beinu framhaldi tapaði Bretland heimsveldi sínu.

Ferguson segir að Bretland hefði vel getað búið við þýska Evrópu á fyrri hluta síðustu aldar, rétt eins og Bretland lifði af franska Evrópu í byrjun 19. aldar. Bretar réðu heimshöfunum og stóðu fjárhagslega vel að vígi í upphafi fyrra stríðs. Ótímabær þátttaka í fyrra stríði skaðaði breska hagsmuni.

ESB-umræðan í Bretlandi er á þann veg að flestir telja að Bretar séu á leiðinni út úr Evrópusambandinu. Spurningin er ekki hvort heldur hvenær og hvernig.

Umræðan um réttmæti þess að fórna sonum sínum í evrópsku stríði snertir ESB-umræðuna. Ef samstaða myndast um að rangt hafi verið að taka þátt í fyrra stríði þá er það vatn á myllu ESB-andstæðinga í breskum stjórnmálum.


mbl.is Vill að Bretar skoði aðild að EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband