Föstudagur, 31. janúar 2014
Hagfræðitilraun að ljúka, niðurstaða óviss
Svotil núll vextir og peningaprentun voru aðgerð Seðlabanka Bandaríkjanna til að keyra upp efnahagsvélina sem hökti og skrölti í kreppunni sem hófst með falli banka Lehman bræðra 2008.
Kreppan í fjármálageiranum bjó til lausafjárkreppu sem bandaríski seðlabankinn leysti með áðurgreindum hætti. Peningarnir sem flæddu inn í hagkerfið leituðu til auðmanna og gerðu þá ríkari; hlutabréf hækkuðu. Nýmarkaðslönd nutu einnig góðs af. Hátt verð á hlutabréfum jók fjárfestingar atvinnulífsins og þar með lækkaði atvinnuleysið, er núna undir 7 prósentum í Bandaríkjunum.
Peningaprentunin lækkaði einnig skuldir Bandaríkjamanna gagnvart útlöndum, einkum Kínverjum, en það er saga sem fór fyrir ofan garð og neðan.
Ótti manna var að hagfræðitilraunin endaði í verðbólgutárum. En það hefur ekki enn gerst. Þó er of snemmt að segja að tilraunin hafi tekist. Hrun nýmarkaðslanda gæti t.d. leitt til keðjuverkunar í alþjóðahagkerfinu sem myndi enda í heimskreppu.
Bernanke heldur sínu striki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.