Fimmtudagur, 30. janúar 2014
Karlar veikara kynið og heimskari (staðfest)
Karlar eru lélegri námsmenn en konur, um það vitna opinberar tölur. Þeir karlar sem héldu að líkamsburðir þeirra bættu upp andlegt getuleysi og að þeir væru í þeim skilningi ,,sterkari" en konur verða að endurskoða afstöðu sína.
Samkvæmt valnefnd lögregluskólans er konur einfaldlega í betra formi en karlar.
Aumingja við karlarnir, þótt við séum enn með 9 prósent hærri laun en konur, að öðru jöfnu, þá er framtíðin þeirra en ekki okkar.
Konurnar einfaldlega í betra formi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru ekki karlar í forustu í öllum stjórnmálaflokkum landsins við höfum seðlabankastjóra, forseta og helstu lögreglutoppa ennþá í karlaliðinu.
Annars tek ég ekki þátt í kynjakapphlaupinu en met fólk frekar út frá verðleikum.
Jón Þórhallsson, 30.1.2014 kl. 18:40
Til umhugsunar:
http://www.dv.is/frettir/2010/6/10/logreglustjori-lond-losna-ekki-vid-hells-angels/
Jón Þórhallsson, 30.1.2014 kl. 18:45
Það geri ég líka Jón,finnst í raun óþolandi ef annars er krafist,þ.e. verðleikum.
Helga Kristjánsdóttir, 31.1.2014 kl. 02:11
Það er ótrúlega langt síðan það átti að hætta að meta tilvonandi lögreglur eftir styrk.
Andlegi þátturinn er mun mikilvægari, svo sem að viðkomandi sé ekki að ganga til liðs við lögregluna vegna minnimáttarkenndar sem ég tel vera mikið vandamál.
Teitur Haraldsson, 31.1.2014 kl. 07:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.