Verðhjöðnun mætt til Íslands

Verðhjöðnun, andstæða verðbólgu og illvígari efnahagsmeinsemd, er þegar búin að læsa klónum í efnahagskerfi evru-ríkjanna og gæti orðið að faraldri. Snörp lækkun á verðbólgu hér á landi er vísbending um ógöngur alþjóðahagkerfisins.

Í verðhjöðnun dregst hagvöxtur saman, fjárfestingar sömuleiðis, en atvinnuleysi eykst. Skuldabyrði ríkissjóða hækkar hlutfallslega vegna lækkandi þjóðarframleiðslu.

Heimshagkerfið er í óvissuástandi og verður það næstu misserin.


mbl.is Verðbólgan 3,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ennþá verðbólga, þó hún sé minni en áður.

Verðhjöðnun er þegar verðbólgan verður neikvæð.

Verðbólgan er ekki ennþá orðin neikvæð.

En ef hún yrði það myndu lánin lækka.

Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=1ySuv639cDQ

Guðmundur Ásgeirsson, 30.1.2014 kl. 13:50

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Eru þetta ekki bara janúarútsölurnar sem þarna setja strik í reikninginn. Verðlag á fjölmörgum varningi er hagstæðara í janúar en á öðrum árstíma.

Marta B Helgadóttir, 30.1.2014 kl. 14:07

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Verðhjöðnun á eins mánaða mælikvarða.

Merkilega mikið g spilar þar stærsta rullu verðlækkun á flugfargjöldum til útlanda auk útsala.

Ljóst er að þarna hefur orðið forsendubrestur varðandi verðtryggð lán og lántakendur verða því að borga verðhjöðnunina til baka til ríkisins, býst eg við.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.1.2014 kl. 15:26

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nei, félagi. Á íslandi verður sko engin verðhjöðnun, sama hversu kreppan verður djúp. Við erum nefnilega, og höfum alltaf verið svo langht til vinstri.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.1.2014 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband