Vinstrimenn trúa á æðri verur - kínverskar

Dómgreind formanna Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og VG, auk tólf þingmanna vinstriflokkanna, er orðin svo löskuð að þeir sækja í tólf ára gamalt mál til að lyfta á stall kínverskum sértrúarsöfnuði sem heitir Falun Gong.

Björn Bjarnason þekkir baksvið Falun Gong. Hann skrifar

Oft rugla menn saman Falun Gong og qigong. Li Hongzhi hefur sagt skilið við qi gong og ítrekað lagt áherslu á að Falun Gong sé annars eðlis. Um heim allan fjölgar iðkendum qi gong en vegur Falun Gong eykst ekki að sama skapi.
Hinn 10. maí 1999 birti bandaríska tímaritið Time viðtal við Li Hongzhi þar sem hann sagði að „mannleg siðalögmál hefðu ekki lengur gildi“ og áréttaði að Falun gong væri annað en qi gong. Hann sagði einnig að verur frá öðrum hnöttum spilltu manninum. Hann skaut sér undan spurningum um hann sjálfan og sagði: „Ég vil ekki ræða um sjálfan mig á æðra stigi. Fólk mundi ekki skilja það.“

Hvað veldur því að stjórnarandstaðan á alþingi Íslendinga árið 2014 leggur lag sitt við furðufyrirbæri sem er í sambandi við verur frá öðrum hnöttum og  segir mennsk siðalögmál ekki gilda lengur?


mbl.is Biðji Falun Gong-iðkendur afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það má nú alveg geta þess um leið, Páll, hvernig kommúnistastjórnin kínverska hefur ofsótt Falun Gong-fólk grimmilega. Þetta fólk beitir engu ofbeldi, en samt tóku ísl. stjórnvöld þátt í því að svipta hingað komna ferðamenn úr hreyfingunni frelsi, þegar æðsti maður Kína var hér staddur.

Jón Valur Jensson, 30.1.2014 kl. 08:56

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Asíúbúar/skáeygðir komu frá allt öðru stjörnukerfi í fyrndinni;

stjórnarandstaðan gæti haldið að allar þær verur sem gætu verið ennþá í geimnum væru asíubúar; og þess vegna vilji stjórnarandstaðan og sitjandi stjórnvöld sleikja sig upp við þá (sbr.olíuleitina á drekasvæðinu).

En þetta er misskilningur hjá Alþingi.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1292101/

Það eru líka til HREINIR ARÍAR (Pleiadesbúar) í geimnum sem að líta á asíubúa sem andstæðinga tengt drekadýrkun og illum öflum.

Fólk má ekki setja allt sem kemur úr geimnum undir einhvern furðufuglahatt.

=Það gæti verið mjög eftirsóknarvert að ná sambandi við þessa HREINU ARÝA.

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1345778/

Jón Þórhallsson, 30.1.2014 kl. 09:49

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef hvergi séð og sé ekki enn rök fyrir því að Falun Gong fólkið hafi verið slík ógn við öryggi okkar Íslendinga og gesta okkar kínverskra að það réttlætti hörkuna sem beitt var í þessu máli til að þóknast mannréttindabrotastjórninni í Kína.

Ómar Ragnarsson, 30.1.2014 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband