Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Smalað á alþingi vegna RÚV
Ríkisútvarpið er þrælpólitísk stofnun sem sést á því að hatrammar umræður voru á alþingi um skipan stjórnar stofnunarinnar og að þingmönnum var smalað í þingsal þar sem meirihluti og minnihluti tókust á.
Vinstrimenn töldu sig vera með tögl og haldir undir stjórn kratans Páls Magnússonar sem fékk embætti frá ráðherra samfylkingardeildar Sjálfstæðisflokksins, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Hugmynd vinstrimanna að Ríkisútvarpið yrði ,,ópólitískt vinstraútvarp."
Afsögn Páls Magnússonar leiddi til uppstokkunar og vinstriflokkarnir töldu sig missa spón úr aski sínum. Og trufluðust á alþingi.
Ný stjórn Ríkisútvarpsins kosin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef einhver skildi þennan fíflagang og ólöglega kosningatalningu Kristjáns Möller í dagsins leikþætti, þá verði þeim hinum sama að góðu.
Hvers konar bull er þetta eiginlega, að hafa blekkingar-alþingi á Íslandi?
Hver segir að Kristján M. forseti alþingis og hans aðstoðar-co hafi talið rétt?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2014 kl. 19:42
það er svo algengt orðið að vinstri menn "truflist " að það truflar engann !!
rhansen, 29.1.2014 kl. 23:46
Það gengur betur að smala núna,heldur en á tímum fyrri ríkisstjórnar,hefðarkettirnir eru sauðtryggir landi sínu og þjóð.
Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2014 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.