Miðvikudagur, 29. janúar 2014
Háskólinn braut á Jóni Baldvini
Háskóli Íslands lét undan upphlaupsfólki sem gerði hróp að hæfum fyrirlesara og kennara þegar Jóni Baldvini Hannibalssyni var gert að sinna ekki umsömdu hlutverki sem gestafyrirlesari.
Sérvitringahópar eiga vitanlega ekki að komast upp með það að stýra þjóðarskólanum heldur eiga fræðileg og málefnaleg sjónarmið að ráða ferðinni.
Sérviskuhópar munu ekki láta segjast, það gera þeir aldrei, en kannski að Háskólinn læri af máli Jóns Baldvins.
Greiða Jóni Baldvini hálfa milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
.. var þessu ekki afstýrt af öðrum sökum en kunnáttuleysi eða þekkingarleysi þessa manns .... jæja þetta er búið !
Jón Snæbjörnsson, 29.1.2014 kl. 15:08
Lék ekki forseti Ólafur þennan leik í málefni sendiherra USA einhverntíma.
Sendiherra USA átti að fá fálkaorðu á Bessastöðum en síðan var hætt við allt skömmu áður. =Óbeint verið að koma höggi á fólk einhverra hluta vegna.
Annars nenni ég ekki að vera að velta mér upp úr deilum og horfi frekar fram á við.
Jón Þórhallsson, 29.1.2014 kl. 16:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.