Miðvikudagur, 29. janúar 2014
ESB-umsókn veldur vantrausti á stjórnmálum
Í framkvæmd virkar lýðræðið þannig að stjórnmálaflokkar bjóða kjósendum valkosti sem gert er upp á milli í kosningum. Stundum eru viðfangsefnin flókin og erfitt að bjóða fram skýra valkosti. Það gildir ekki um Evrópusambandsaðild.
Aðild að Evrópusambandinu er skýr valkostur og einnig er það augljóst val að standa utan sambandsins. Aðeins einn stjórnmálaflokkur hefur á síðustu kjörtímabilum verið með ESB-aðild á stefnuskrá sinni, Samfylking. Flokkurinn fékk mest tæplega 30 prósent fylgi í kosningunum 2009. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti það ekki að vera nóg til að leggja upp í leiðangur sem miðaði að því að gera Íslands að ESB-ríki.
VG, sem bauð fram undir merkjum andstöðu við ESB, fékk um 22 prósent atkvæðanna árið 2009. Flokkurinn sveik kjósendur sína og studdi ESB-leiðangur Samfylkingar.
Svik VG leiddu til þess að flokkurinn klofnaði á síðasta kjörtímabili, fjórir þingmenn af 14 kjörnum hættu í þingflokknum.
ESB-umsóknin, sem samþykkt var 16. júlí 2009, byggði á svikum með því að stjórnmálin brugðust þjóðinni. Allir sanngjarnir sjá það í hendi sér að 30 prósent fylgi við aðild að Evrópusambandinu er ekki lýðræðislegt umboð.
Eina leiðin til að bæta fyrir 16. júlí-svikin er að afturkalla ESB-umsóknina. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir gengu til kosninga með skýrar flokkssamþykktir að ESB-ferlinu skyldi hætt.
Á meðan ESB-umsóknin er látin standa heldur hún áfram að eitra stjórnmálin.
Dapurleg reynsla VG öðrum lærdómur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.