Fréttir RÚV eru ekki einstaklingsframtak

RÚV er opinber stofnun og starfar samkvæmt lögum þar sem segir m.a. að stofnunin skuli veita ,,víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar."

Fréttir RÚV eru framleiddar á ritstjórn af til þess ráðnum fréttamönnum þar sem verkaskipti koma að einhverju leyti fram í starfstitlum s.s. vaktstjóri og fréttastjóri og að einhverju leyti í starfsvenjum. Á ritstjórnum er ákveðið hvaða fréttir skuli unnar í hvaða fréttatíma, hverjir viðmælendur skuli vera, hvaða sjónarhorn skuli vera á fréttinni og hvenær í fréttatíma hún er flutt.

Þegar frétt er flutt í útvarpi RÚV afkynnir þulur fréttina iðulega með þeim orðum að tiltekinn fréttamaður ,,sagði frá" eða að nafngreindur fréttamaður ,,tók saman." Í hvorugu tilvikinu er neinu slegið föstu um höfund. Ef fréttir RÚV væru einstaklingsframtak ætti kynningin vitanlega að vera á þessa leið: ,,Jón Jónsson var höfundur þessarar fréttar" eða annað sambærilegt orðalag um höfund. En þar með væri RÚV að afsala sér ábyrgð á fréttum - þær væru eingöngu og alfarið einstaklingsframtak fréttamanna. 

Í máli Önnu Kristínar Pálsdóttur gegn undirrituðum vegna bloggfærslu er um það að ræða að fréttamaður tekur til sín gagnrýni sem beint er að RÚV. Tilgangurinn er að nota meiðyrðalöggjöfina til að verja RÚV gagnrýni. Lögmaður Önnu Kristínar, Kristján Þorbergsson, starfar fyrir RÚV í nefndum og ráðum og veitir stofnuninni sérfræðiráðgjöf.

 


mbl.is Sagði Önnu gera sig stærri en RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólíðandi þessi áróður á RÚV með ESB, og gegn verkalýðslaunabaráttu þeirra lægst launuðu, sem Vilhjálmur Birgisson hefur barist fyrir.

Það er ekkert talað um hvernig atvinnuleysi í ESB bitnar verst á láglauna-kvennastéttum í opinberu þjónustustörfunum. Það er ekki talað um atvinnuleysi í ESB þegar fólk er fært úr 100% starfi og niður í hlutastarf. Lengi getur vont versnað í þeim láglauna-kjaramálum á Íslandi.

Það virðist duga sumum (t.d. RÚV) að fá sínar áróðursgreiðslur frá ESB-veldinu. Það virðist ekki ná þeirra skilningi þarna á RÚV, að það finnst fólk sem þarf raunverulega að vinna fyrir launum.

Gangi þér sem best að kljást við þetta valdabatterís-ESB-fár, Páll.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.1.2014 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband