Þriðjudagur, 28. janúar 2014
Auschwitz, Disneyland dauðans
69 ár eru síðan Auschwitz-búðirnar í Póllandi voru frelsaðar undan Þjóðverjum, sem ráku þar iðnvædda morðframleiðslu á gyðingum fyrst og fremst. Á frelsunardegi Auschwitz er spurt hversu einstök helför Þjóðverja á hendur gyðingum var.
Pólskfæddi þýski blaðamaðurinn Henryk M. Broder skrifar minningargrein um helförina í Die Welt. Sem sonur eftirlifenda helfararinnar er Broder í stöðu til að skrifa frá sjónarhorni sem fáum öðrum leyfist.
Greinin í Die Welt heitir Auschwitz er í dag Disneyland dauðans. Innskotið ,,er í dag" skiptir máli; skemmtigarður er ekki orð yfir Auschwitz þegar búðirnar voru í rekstri fyrir sjö áratugum.
Skemmtigarður dauðans sakleysir fjöldamorðin þannig að þau koma fyrir sjónir eins og þau séu ekki lífshættuleg.
Broder hafnar því að iðnvædd fjöldamorð nasista séu verri en önnur fjöldamorð. Menn nota þær drápsaðferðir sem hentugastar eru hverju sinni; gasklefar eða eyðimerkurganga inn í dauðann, niðurstaðan er sú sama, segir Broder. Og bætir við að þeir sem haldi annað hafi aldrei staði frammi fyrir vali á dauðdaga.
Hversdagsillsku nasista var lengi við brugðið og hún talin sérmerkja Þjóðverja. Broder gefur ekki mikið fyrir þá stílfærslu, kannski af þeirri ástæðu að hann býr og starfar með afkomendum Þjóðverjanna sem leiddu Hitler til valda og störfuðu í þágu illskunnar.
Niðurlag greinar Broder um söguminjasafnið Auschwitz sækir hann til þýska gyðingaheimspekingsins Theodor Lessing sem skrifaði fyrir helförina að sagan gæfi merkingarleysunni merkingu.
Athugasemdir
Broder býr og starfar í Þýskalandi (og Ísrael) en gangrýnir einnig Þjóðverja - og er mikill Íslandsvinur.
Meðan menn hrópa Juif, la France n’est pas a toi: http://www.tabletmag.com/scroll/160800/jew-france-is-not-yours-chant-anti-government-demonstrators-in-paris á götum Frakklands í dag og múslímar eru nasistar http://www.jewsnews.co.il/2014/01/27/london-holocaust-day-speaker-admires-hitler-despises-jews/ er safnið í Auschwitz alls ekki Disneyland.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.1.2014 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.