Gnarr-faktorinn misgreining?

Sigur Besta flokksins fyrir fjórum árum var greindur þannig að kjósendur beittu grínistanum Jóni Gnarr til að löðrunga starfandi stjórnmálaflokka. Núna er Jón Gnarr ekki lengur í boði og Besti flokkurinn orðinn að Bjartri framtíð sem um 30 prósent Reykvíkinga ætla að kjósa í vor.

Gangi þetta eftir er Björt framtíð orðin valdablokk í landsmálum vegna þess að stærsti stjórnmálaflokkurinn í höfuðborginni er í þeirri stöðu að gefa pólitíska tóninn.

Þessi könnun dregur upp þá mynd að varanleg breyting sé að verða á íslenskum stjórnmálum. Björt framtíð leggur áherslu á að vera viðkunnanleg og helst ekki með afgerandi skoðun í neinu máli. Út á það og þokkalega frammistöðu í rekstri borgarinnar er flokkurinn að skora stórt - án Jóns Gnarr.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 25%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Talan 30 hefur lækkað verulega í síðustu skoðanakönnun vegna tilkomu Pírata.

Ómar Ragnarsson, 27.1.2014 kl. 09:55

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrirgefðu, Páll. Þetta er rétt hjá þér, - þeir stukku upp í 30 í morgun!

Ómar Ragnarsson, 27.1.2014 kl. 09:57

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Þetta sem þú bendir á, Páll, um að Björt framtíð leggi "áherslu á að vera viðkunnanleg og helst ekki með afgerandi skoðun í neinu máli", finnst mér anzi umhugsunarvert. Hvað endurspeglar þetta í undirliggjandi viðhorfum kjósenda til stjórnmála og mikilvægra ákvörðunaratriða, eða í þessu tilviki þeirra sem svarað hafa í umræddum skoðanakönnunum?

Kristinn Snævar Jónsson, 27.1.2014 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband