Laugardagur, 25. janúar 2014
Vextir, trú og vitleysa
Vextir og trú eiga meira sameiginlegt en vextir og sanngirni. Vextir eiga sér meira en fjögur þúsund ára sögu og öll stærstu trúarbrögð heims búa að aldalöngum deilum um trúarlegt réttmæti vaxta.
Í samtímanum er litið á ákvörðun vaxta sem þátt í peningastjórnun hagkerfa. Vextir eru nálægt núlli í flestum stærstu hagkerfum heims og verið það í nokkur ár. Fæstir tala um sanngirni eða ósanngirni í því samhengi, þótt afleiðingin sé sú að efnahagslegt misrétti sé meira í heiminum núna einmitt vegna núllvaxtastefnu helstu seðlabanka heims.
Hér á Íslandi er talað um verðtryggingu eins og hún sé eitthvað allt annað og verra en vextir. Svo er vitanlega ekki. Verðtrygging er aðeins aðferð til að ákveða vexti, að þeir skuli hækka samkvæmt vísitölu.
Á hinn bóginn verðum við að viðurkenna að verðtryggingin gefur færi á að auka vitleysuna í umræðunni. Að því leytinu þjónar verðtryggingin sama hlutverki og kölski sértrúarhópum. Söfnuðurinn þrífst á meðan hann trúir að djöfulinn leiki lausum hala. Verðtryggingarandstæðingar trúa á vaxtadjöfulinn í verðtryggingarmynd og sú trú er undirstaða tilveru safnaðarins.
Verra fyrir þá sem eru í erfiðari stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er sammála því að verðtrygging er ekkert annað en breytilegir vextir í sjálfu sér. Slíkt fyrir komulag er mjög algengt erlendis í neytendalánum, þ.e. að hluti vaxta sé fastur og hluti breytilegur.
Það sem mér finnst helsta vandamálið vera er þetta jafngreiðslufyrirkomulag langra lána í stað jafnra afborgana sem tíðkast erlendis þar sem greitt er alltaf jafnt af höfuðstólnum auka vaxta og verðbóta. Jafnar greiðslur eins og tíðkast hér ,valda því að fyrstu 10 árin er mikil áhætta varðandi verðtrygginguna þar sem lítið greiðist af höfuðstólnum.Ef maður er heppinn fyrstu 10 árin og verðbólga er lítil þá getur maður sloppið vel , sérstaklega ef leyft er að greiða inná höfuðstól.
En með óheppni (eins og búið er að vera undanfarin 10 ár ) getur lánið hreinlega sprungið út, jafnvel þótt greitt sé inná höfuðstól.
Þetta sést mjög vel hér http://www.islandsbanki.is/einstaklingar/lan/reiknivel/
Mæli með að fólk velji árðsverðbólgu síðustu 10 ára og skoði mismunin á jafngreiðsluláni og jöfnum afborgunum
Gunnar Sigfússon, 26.1.2014 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.