Fimmtudagur, 23. janúar 2014
Traust, lífskjör og verðbólga
Traust í samfélaginu er i lágmarki eftir hrun. Niðurstöður atkvæðagreiðslu um kjarasamninga eru afleiðingar af tortryggni launþega gagnvart atvinnurekendum og ríkisvaldi. Launþegar báru hitann og þungann af hruninu og ætla sér ekki að verða skildir eftir og láta efri lögum samfélagsins að njóta ávaxtanna af endurreisninni.
En jafnframt er morgunljóst að ekki er í boði að gera innistæðulausa kjarasamninga sem hleypa verðbólgunni af stað. Eftir að mörg stéttafélög felldu kjarasamninga er staðan á vinnumarkaði viðkvæm en það er engin ástæða til að ætla annað en farsæl laun finnist.
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um kjarasamninga er ekki uppreisn heldur tilkynning um óánægju. Það þarf að hlusta á þessa óánægju og koma til móts við hana - en án þess að fórna því meginmarkmiði að koma á stöðugleika og þar með undirstöðu undir betri lífskjör til framtíðar.
Laun hækka mikið en kaupmáttur lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.