Miðvikudagur, 22. janúar 2014
Forysta ASÍ stendur ekki ein að þjóðarsátt
Forysta ASÍ gerði allt sem í hennar valdi stóð að semja skynsamlega í þágu heildarhagsmuna. Tilgangur samninganna var að leggja grunn að stöðugleika á vinnumarkaði og undirbyggja kaupmáttaraukningu til lengri tíma.
Á hinn bóginn voru Samtök atvinnulífsins ekki nógu öflug að berja á sínum félagsmönnum um að halda af verðhækkunum hjá sínum félagsmönnum. Og ríkisstjórnin bakkaði heldur ekki nóg vel upp það markmið forystu ASÍ að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám.
Valkosturinn við ASÍ-leiðina er verðbólgusamningar sem allir tapa á. Það sem á að gerast núna er að ríkisstjórnin verður að koma með innspil í þágu meginmarkmiðs samninganna jafnframt því sem Samtök atvinnulífsins verða að gefa eftir prósentubrot til að slaka kauphækkunum yfir þrjú prósentin.
Og í stað þess að hallmæla forystu ASÍ eigum við að þakka henni að meta heildarhagsmuni ofar skammtímahagsmunum.
Flóabandalagið felldi samninginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.