Þrír vinstriflokkar með 11 til 17% fylgi, öllu er óhætt

Samfylkingin, Björt framtíð og VG eru með á bilinu 11 til 17 prósent fylgi. Flokkarnir eru langt frá því að ná meirihluta og skerðir það framtíðarhorfur þeirra allra. Til að vinstriflokkarnir verði raunverulegur valkostur við í landsstjórninni verða þeir að ná meira en 50 prósent fylgi, samtals.

Þrír vinstriflokkar eru á hinn bóginn ekki líklegir að toppa á sama tíma og því allar líkur á að þeir verði hressilega undir 50 prósent markinu í fyrirsjáanlegri framtíð, - nema einhver pólitískur jarðskjálfti verði hér á landi.

Össur Skarphéðinsson bjó til Bjarta framtíð á síðasta kjörtímabili til að hirða upp óánægjufylgi frá Samfylkingar. Álíka skynsemi var að baki stofnun Bjartrar framtíðar og ESB-umsóknar; hvorugt útspilið var hugsað til enda. Núna stendur Björt framtíð Samfylkingunni fyrir þrifum. Samfylkingin ætlaði að verða norrænn flokkur sósíaldemókrata en með 17 prósent fylgi er það markmið brandari.

Björt framtíð er komin með stöðu í flokkakerfinu, fær ríkispeninga í áskrift og skaffar liðsmönnum sínum bitlinga líkt og aðrir flokkar. Flokkurinn reynir að skilgreina sig nærri miðju en er merktur uppruna sínum í bak og fyrir. 

Þrír vinstriflokkar munu alltaf að einhverju marki þvælast hver fyrir hinum. Í aðdraganda kosninga er ekki trúverðugt að bjóða þriggja flokka ríkisstjórn sem valkost við tveggja flokka stjórn.

Íslands hamingju verður allt að vopni: því fleiri sem vinstriflokkarnir eru því minni líkur að þeir fái landsstjórnina í sínar hendur.


mbl.is Samfylking bætir við sig fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband