Lýðræði og hagsæld og stærð ríkja

Eitt einkenni ríkja og ríkjablokka er hve ólýðræðisleg þau eru. Sovétríkin gömlu, núna Rússland, Kína, Indland og jafnvel Bandaríkin eru slæm fyrirmynd lýðræðisins. Og svo er það Evrópusambandið sem rekið er af embættismönnum sem aldrei þurfa að standa frammi fyrir kjósendum.

Tvær helstu sögulegu fyrirmyndir lýðræðisins eru Aþena til forna og Frakkland á dögum byltingarinnar í lok 18. aldar. Í báðum tilvikum var um að ræða þjóðríki þar sem forsenda aðkomu almennings var sameiginlegt tungumál og menningararfleifð.

Evrópuþingmaðurinn Daniel Hannan vekur á því athygli að hagsæld sé almennt meiri í smærri ríkjum en þeim stóru, að ekki sé talað um ofurríki og ríkjabandalög.

Ofurríki og ríkjabandalög byggja ekki á sameiginlegum grunni heldur stórum samnefnara, oft trúarlegum eða hugmyndafræðilegum. Atvinnulífið tekur mið af stærstu hagsmunum heildarinnar og tiltölulega margir verða að láta sér nægja brauðmola. Lýðræðislegt aðhald verður minna og krafan um jafnræði þegnanna byggir á því veikari undirstöðu sem þeir eru ólíkari innbyrðis m.t.t. tungu og sögu.

Þegar smærri þjóðir eiga raunhæft val á milli þess að standa á eigin fótum eða verða hluti stærri ríkis eða ríkjabandalags er sjálfstæðið besti kosturinn, hvort heldur mælt á stiku lýðræðis eða hagsældar.


mbl.is Viðurkenna að það sé gott að vera lítill
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta var þarft mál, þakka þér Páll

Hrólfur Þ Hraundal, 21.1.2014 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband