Árni Páll í ræsinu

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingar ber meiri ábyrgð en forsætisráðherra á því að gefa MP banka afslátt af bankaskatti. Árni Páll situr í efnahags- og viðskiptanefnd alþingis og stóð að frumvarpinu sem veitt MP banka afslátt.

Samfylkingin sérhæfir sig í neðanbeltispólitík og reynir að festa vængi á söguburð. Sigmundur Davíð forsætisráðherra gerir rétt í að senda formanni Samfylkingar sneiðina tilbaka með vöxtum.

Árni Páll missir tiltrú þegar hann er negldur fyrir ósvífni af þessu tagi og hugsar sig kannski tvisvar um í næsta umgangi.

 


mbl.is Ógeðfellt að blanda ættingjum í málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á blogg Jóns Þórs Ólafssonar um þetta mál, en niðurstaða hans er, að meðan þessi sjálfskapaða tímaapressa og upplýsingaskortur ríki, sem komið hefur ljós í störfum þingsins, skrifi ráðuneytin og hagsmunaaðilar lögin í landinu.

Stór orð en líklega nokkuð til í þeim.

Ómar Ragnarsson, 20.1.2014 kl. 20:37

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Björn Bjarnason bendir hins vegar á athyglisverðan punkt. Að þarna hafi þingmenn haft tækifæri til að stýra málum sjálfir án tilsagnar ráðuneytisins. Og þeir féllu á prófinu.

Ragnhildur Kolka, 20.1.2014 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband