Mánudagur, 20. janúar 2014
Kröfuhafar planta frétt í Reuters
Erlendir kröfuhafar föllnu íslensku bankanna láta líta svo út að erlendar fjárfestingar skili sér ekki til landsins vegna bankaskattsins. Samanburður við evru-ríkin um lántökukostnað er markleysa, enda eru þau lán með ábyrgð Seðlabanka Evrópu, a.m.k. enn sem komið er.
Írski hagfræðingurinn David McWilliams útskýrir svikamyllu Seðlabanka Evrópu sem lætur banka fá peninga svo að þeir kaupi ríkisskuldabréf hjá gjaldþrota ríkissjóðum. Atvinnulífið fær mest lítið af þessu fé enda enginn hagvöxtur í jaðarríkum ESB - og sáralítill hjá stórþjóðum eins og Frakklandi.
Kröfuhafar föllnu íslensku bankanna kaupa sér almannatenglaþjónustu til að planta fréttum um að Ísland sé á kúpunni. Samfylkingin og meðreiðarsveinar flokksins taka svo að sér að útbreiða fagnaðarerindinu hér heima - gjaldfrítt eða hvað?
Fjárfesta ekki ennþá á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Síðuhafi er algjörlega með þetta. Og eina ferðina enn þá er samfylkingarliðið vitstola af bræði inn á öllum þráðum yfir því að fá ekki að setja landið endanlega í þrot.
Benedikt Helgason, 20.1.2014 kl. 14:09
Þetta er svo gendarlaust rugl að mann setur hljóðan. Hér er um að ræða skattlagningu upp á 0,041% og það er látið eins og heimurinn sé að farast. Skattleysismörkin eru til verndar Sparisjóðum og smærri bankastofnunum, sem stæðu illa undir skattlagningunni. Samfylkingin vill greinilega þurrka út það sem eftir er af sjálfstæðri bankastarfsemi í landinu.
Annars er Guðmundur hér með ágætis útekt, til að kæla þessa móðursýki.
http://bofs.blog.is/blog/bofs/entry/1347919/
Jón Steinar Ragnarsson, 20.1.2014 kl. 16:18
Er Morgunblaðið hluti af þessu samsæri? Það er jú að „útbreiða" það sem kemur frá Reuters. Og hvernig „plantar" maður frétt í þeirri virtu fréttaveitu?
Wilhelm Emilsson, 20.1.2014 kl. 17:56
Burt séð frá mögulegum sannleika í þessari frétt, þá er hægt að planta frétt hvar sem er, með réttum tengslum og nægu peningamagni. Eða krefjast ritskoðunar til að vernda ákveðna hagsmuni. Bara þótt þetta sé Reuters, þá þýðir það ekki að maður eigi að trúa þeim, eða ekki trúa þeim.
H. Valsson (IP-tala skráð) 21.1.2014 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.