Laugardagur, 18. janúar 2014
Hrunið er líkið í dómssalnum
Verjendur auðmanna, bæði lögfræðingar og önnur aðkeypt þjónusta, fullyrða að ekki sé búið að færa sönnur á tjónuð sem auðmennirnir eru ábyrgir fyrir. Lögfræðingarnir láta eins og verjendur í morðmáli þar sem líkið vantar og spyrja með sakleysissvip hvort ekki sé full geyst farið í saksókninni.
En það er hrunið sjálft sem er líkið í dómsalnum þegar réttað er fyrir auðmönnum sem bera ábyrgð á gjaldþroti fjármálakerfisins á Íslandi haustið 2008.
Auðmennirnir svifust einskins þegar þeir tæmdu fjárhirslur bankanna kortéri fyrir hrun. Með þessum peningum kaupa þeir núna mann og annan að telja þjóðinni trú um sakleysi sitt.
Almenningur galt dýru verði fjármálamisferli auðmannanna og almenningur krefst réttlætis.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.