Laugardagur, 18. janúar 2014
IPA-styrk til áróðurs haldið til streitu
Allir IPA-styrkir voru afturkallaðir af Evrópusambandinu þegar það rann upp fyrir embættismönnum í Brussel að Ísland ætlaði ekki inn í sambandið. Einn IPA-styrkur var látinn standa., til að reka Evrópustofu, sem aftur er með það hlutverk að fegra ásýnd Evrópusambandsins.
IPA-styrkir eru notaðir til að fjármagna aðlögun umsóknarríkis að Evrópusambandinu, en eins og margsinnis hefur komið fram er það eina leiðin inn í sambandið. Jafnvel formaður Samfylkiningar er hættur að þræta fyrir aðlögun, - en selur núna aðlögunina sem afturkræfa.
Sumpart er rökrétt að Evrópustofa sé síðasti móhíkani Brusselvalsins á Íslandi; ESB-ferlið hófst með einfeldingslegum áróðri og ferlinu lýkur með sama hætti.
Einu IPA-verkefni haldið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er alveg hárrétt athugað hjá pistlahöfundi, ég deili með honum ótta um fullveldisafsal er Ísland gengur í ESB. En minn ótti er að ESB skilji of mikið fullveldi eftir í landinu. Það skelfir.
Kristján Sigurður Kristjánsson, 18.1.2014 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.