Föstudagur, 17. janúar 2014
Árni Páll: Ísland yrði kaffært með ESB-aðild
Formaður Samfylkingar notar líkingarmál úr náttúruvernd vegna uppistöðulóna þegar hann segir engar ,,óafturkræfar" breytingar gerðar í aðlögunarferli Íslands inn í Evrópusambandið. Uppistöðulón drekkja landi, eins og menn vita.
Ísland, samkvæmt Árna Páli, þarf ekki að gera óafturkræfar breytingar á meðan aðlögunarferlinu stendur.
Það felst í orðum Árna Páls að þegar Ísland er komið inn í Evrópusambandið þá er um ,,óafturkræfar" breytingar að ræða. Við inngöngu inn í ESB yrði Íslandi drekkt til allrar framtíðar í uppistöðulón með höfuðstöðvar í Brussel.
Gott að fá þetta staðfest hjá formanni Samfylkingar, Árna Páli Árnasyni.
Engin óafturkræf aðlögun að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll! Árni Páll stórvinur þinn, ef hann yrði gerður að aðalsamningamanni kæmi eflaust með fullklappaðann samning þar sem við héldum öllu, landbúnaðar, sjávarútvegs og fullum og óbreytanlegra yfirráða okkar yfir 200 mílna Landhelgi um alla framtíð!
Að algerlega fullkláruðum samningi, þar sem ekki þyrfti að breyta einum einasta stafkrók, og Klárum til undiritunar:
"VIÐ KLÁRANN SAMNING, HEFÐI ÍSLAND, EKKI AÐ SVO KOMNU MÁLI BREYTT EINUM LAGA STAFKRÓK OG EKKI EINNI EINUSTU LAGAREGLU Í ÁTT AÐ AÐLÖGUN AÐ ESB REGLUVERKI!"
Ísland held ég vill geta flutt inn, og haft bein samskipti við um alla framtíð, ódýra og góða vöru frá aldagömlum og nýjum vinaþjóðum utan ESB, td vinum okkar Ameríkönum þjóðinni til hagsbóta.
Kolbeinn Pálsson, 17.1.2014 kl. 21:21
Í orðunum "engin óafturkræf.." eru tvær neitanir, sem gera sama og plús, þ. e. að breytingarnar sem um ræðir, séu afturkræfar.
Ómar Ragnarsson, 17.1.2014 kl. 21:37
Ég las Árna Pál þannig, Ómar, að í aðlögunarferlinu yrðu ekki gerðar varanlegar breytingar á laga-, reglu- og stofnanakerfi Íslands. Í orðum Árna Páls felst að ef Ísland yrði aðili að ESB þá yrði það ,,óafturkræft." Sem er merkileg játning.
Páll Vilhjálmsson, 17.1.2014 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.