DV pönk og saksóknari ríkisins

Ritstjórin DV vill gott svigrum fyrir sjálfan sig og blaðið til að segja fréttir og frásagnir - og um það má lesa í dómsmálum. Þegar Reynir ritstjóri Traustason er gagnrýndur fyrir frammistöðuna grípur hann símann og hellir sér yfir fólk.

Reynir Trausta er til á ,,rekord" þar sem hann segir sumar fréttir drepnar af fjárhagsástæðum útgáfunnar en stundum sé ástæða til að ,,pönkast" á fólki.

DV pönkast nú á innanríkisráðherra og fær til þess stuðning frá ríkissaksóknara sem virðist nota DV pönk sem leiðsögn í starfi.

DV pönk er ekki framför fyrir réttarríkið.


mbl.is „Þá færi hann í mig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Maður hefði haldið að blaðamaður og „miðill" sem skýtur reglulega föstum skotum á hina og þessa í þjóðfélaginu sé hvorki á móti rannsóknarblaðamennsku né því að „pönkast" á fólki. En ég er kannski að misskilja eitthvað.

Ríkissaksóknari er bara að vinna sína vinnu. Er það ekki gott fyrir réttarríkið að ríkissaksóknari bregðist við kæru með því að rannsaka málið?

Wilhelm Emilsson, 17.1.2014 kl. 20:23

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þessar herferðir eru farnar að taka á sig ákveðið munstur. Fyrst fer Dv af stað, skrifar 50 rógspistla, þá kemur lögfræðingaliðið sendir kæru og saksóknari hjólar í gang. Ráðherra og allt staffið upptekið mánuðum saman. Því næst Umsetursástand við heimili ráðherrans eins og Ragna Árnadóttir mátti þola.

Það er athyglisvert hverjir eru valdir til að vera "fórnarlambið" hverju sinni. Af hverju mátti Ögmundur senda heilu fjölskyldurnar úr landi, en Hanna Birna ma ekki vísa einum Nígeríu manni frá? Hver er munurinn? Hverja þekkti hann og hverjir eru stuðningsmenn hans? Hvernig fer þetta val fram?

Man einhver eftir Gervasone?

Ragnhildur Kolka, 17.1.2014 kl. 21:09

3 Smámynd: Landfari

Ragnhildur, eitthvað ertu að misskilja málið ef þú heldur að það snúist um heimsendingu flóttamanna.

Það sem er til rannsáoknar er lekinn á persónuupplýsingum  sem ert trúnaðarmál en þurfa eðli malsins samkvæmt að vera aðgengileg ákveðnum aðilu. Einstklingar, innlendir sem erlendir þurfa að geta treyst því að það sem um þá stendur í trúnaðrskjölum sé ekki gert opinbert og alls ekki í áróðursskyni eins og þarna var gert. 

Það er full ástæða til að kanna þennan leka.

Landfari, 17.1.2014 kl. 22:41

4 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Landfari, ef ekki stóð til að senda manninn úr landi þegar "lekamálið" sprakk, hvers vegna var maðurinn þá í felum?

Ragnhildur Kolka, 18.1.2014 kl. 09:58

5 Smámynd: Landfari

Það skiptir bara engu máli hvað stóð til að gera við manninn. Það kemur þessu lekamáli bara ekkert við.

Það sem þetta mál snýst um er trúverðugleiki þeirra stofnana sem fara með trúnaðrupplýsingar.

Er þeim treystadi fyrir trúnaðrupplýsingum eða ekki.

Snýst ekki um flóttamenn.

Landfari, 18.1.2014 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband