Írar verða æ fátækari - þökk sé evru

Laun í Írlandi hækka ekki en lífsnauðsynjar eins og eldsneyti, fargjöld með opinberum samgöngum, kostnaður við heilsugæslu og menntun auk húsnæðis hækka svo nemur tugum prósenta. Írar urðu fyrir bankahruni á sama tíma og Íslandi en á eyjunni grænu er evran lögeyrir og hún tryggir varanlega eymd.

Hagfræðingurinn David McWilliams segir Meðal-Jóninn á Írlandi enn ekki sjá til lands eftir svokallaðar ,,björgunaraðgerðir" Evrópusambandsins. Uppskriftin að ,,endurreisn" Írlands var lægri laun og hærri skattar.

Atvinnuleysi er stöðugt á Írlandi í kringum 15 prósent og tugþúsundir Íra eru eftir hrun landflótta í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

McWilliams bendir á að tilgangur hagkerfa sé að skaffa sem flestum sem best laun. Evru-hagkerfið vinnur einfaldlega ekki þannig. Á Írlandi býr evru-hagkerfið til mikið atvinnuleysi og lág laun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bara að minna á að kaupmáttur launa hér lækkaði í kjölfar hruns um hvað 40% með falli krónunar. Skattar voru hækkaðir og skuldir landsmanna margfölduðust, Auk þess fengum við björgunarpakka frá AGS og ýmsum Evrópuríkjum þar sem okkur voru lagðar línur um mikiin niðurskurð. Ólíkt okkar stöðu þá eru engin gjaldeyrishöft á Írlandi. Gjaldmiðillinn hefur ekki fallið og lán ekki hækkað sem og vöruverð.

Magnús Helgi Björgvinsson, 17.1.2014 kl. 09:05

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Við getum fengið greidd laun í krónum eða  atvinnuleysisbætur í evrum.

Sérkennilegt að flokkur sem kennir sig við velferð skuli berjast einna harðast fyrir hærra atvinnuleysi, minni atvinnuþátttöku (sérstaklega kvenna og ungs fólks) og verndun fjármagnseigenda.

Sérkennilegt að flokkur sem kennir sig við velferð skuli ítrekað reyna að senda reikning frá fjármagnseigendum til launþega þrátt fyrir að engin greiðsluskylda sé fyrir hendi.

Sérkennilegt að flokkur sem kennir sig við velferð skuli vilja slá skjaldborg um fjármagnseigendur á meðan launamenn skulu sæta launaskerðingum, skattahækkunum og verðhækkunum, þetta vilja þeir gera með innleiðingu evru og innri gengisfellingar eins og er á Írlandi.

Joseph Stiglitz sagði:  "Frjálst flæði fjármagns, fljótandi gengi er ekki takmark í sjálfu sér og jafnvel ekki verðstöðugleiki heldur. Takmark efnahagsstefnunnar er aukin velferð. Mikilvægt er að rugla ekki saman leiðum að takmarki og takmarkinu sjálfu."

Svo virðist sem bara einn flokkur á Íslandi berjist gegn velferð og ræður þar öfgafull afstaða til innlimunar Íslands í Evrópusambandsins. Þjóðin hafnaði þessu flokki svo afgerandi að Evrópu og heimsmet féllu í síðustu kosningum. Samt rembist þessi flokkur ennþá við að þröngva þjóðinni í ESB með skoðanakönnunum.

Eggert Sigurbergsson, 17.1.2014 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband