Fimmtudagur, 16. janúar 2014
Vinstristjórnin víti til varnaðar
Vinstristjórn Jóhönnu Sig. tók illu heilli þá ákvörðun sumarið 2009 að senda til Brussel umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samfylkingin fékk þá um vorið 29 prósent fylgi í þingkosningum og var þá eins eins og nú eini flokkurinn sem boðar að bjargir Íslands séu ESB-aðild.
VG var með 22 prósent fylgi 2009 og fékk það fylgi m.a. út á andstöðu við ESB-aðild. Svik VG við kjósendur leiddu til klofnings.
Hvorki gekk né rak hjá ríkisstjórn Jóhönnu Sig. með ESB-umsóknina á síðasta kjörtímabili vegna andstöðu á alþingi. Engar líkur eru á því að ESB-umsóknin kæmist spönn frá rassi þetta kjörtímabil þegar afgerandi meirihluti þings er mótfallinn aðild.
Alþingi ber að núllstilla ESB-ferlið með því að afturkalla ESB-umsókn Samfylkingar frá 16. júlí 2009. Þeir sem enn láta sig dreyma um aðild að Evrópusambandinu verða að vinna heimavinnuna sína og tryggja sér meirihluta í almennum þingkosningum.
Þessi ríkisstjórn vill ekki ganga í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er rangt. VG fékkert fylgi útá andstöðu við ESB aðild. VG fékk fylgi vegna þess að þeir, aðallega SJS, höfðu margvarað fólk við óvitaskap og ábyrgðarleysi framsjalla gegnum tíðina og eftir Sjallahrunið sásta að allt sem SjS hafði sagt var 100% rétt.
Varðandi ESB þá sagði flokkurinn að þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram um Aðildarsamninginn að Sambandinu. Allt og sumt.
Jafnframt var það Alþingi sem sótti um aðild. Það var löggjafarsamkundan sem sótti á lagalega réttan og lögbundinn hátt um aðild.
Og hættiði svo að ljúga og skaða landið ykkar andsinnar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.1.2014 kl. 16:52
Ómar Bjarki, þú sem felur sjónu þína á bakvið i spjald, þú ert ekki og verður aldrei trúverðugur með því háttarlagi.
Það er að sjá, sem það sé þitt álit, að Jóhanna og Steingrímur hafi haft fullt umborð Íslenskrar þjóðar til að sækja um Evrópusambands aðild, með öllum þeim kostnaði og vandræðum sem því fylgdi.
Mikið væri nú vænt ef þú vildir skýra þetta álit þitt aðeins betur.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.1.2014 kl. 21:21
Það er dálítið grátbroslegt að lesa þennan pistil Ómars Bjarka þar sem hann reynir að sannfæra brennda barnið Pál um að hann hafi bara ekki hundsvit á því hvað hann var að kjósa þarna vorið 2009.
En það er rétt hjá honum að Alþingi sótti, marið og blátt, um aðild að ESB og því er það Alþingis nú að draga umsóknina til baka. Hvort Ómar Bjarki sé sáttur við þetta hringhurðarvald Alþingis á eftir að koma í ljós. En verðum við ekki bara að treysta því að lýðræðisást Ómars Bjarka hafi ekkert dældast í millitíðinni.
Ragnhildur Kolka, 16.1.2014 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.