Brussel býður aðstoð við inngöngu í ESB

Evrópusambandið gengur ekki til samninga við umsóknarríki um að aðild að sambandinu. Stækkunarstjóri ESB útskýrir aðlögunarferlið með eftirfarandi orðum

Ef einhvern tímann verður tekin ákvörðun um að halda ferðinni áfram í átt að inngöngu í Evrópusambandið ættum við að vera reiðubúin að aðstoða Íslendinga á þeirri vegferð.

Á þessari ,,vegferð" tekur Ísland jafnt og þétt upp laga og regluverk Evrópusambandsins, samtals 100 þúsund blaðsíður.

,,Vegferðinni" lýkur með því að Ísland er búið tileinka sér ESB lög og reglur, og er því í reynd búið að afsala sér fullveldinu til Brussel, áður en þjóðaratkvæðagreiðsla er haldinn um aðildarsamninginn.

,,Vegferðin" er í raun innlimum fullvalda ríkis inn í Evrópusambandið. Í gamla Austur-Þýskalandi einnig tíðkað að nota falleg orð til að fela grimman veruleika. Þar hét austur-þýskt valdasvæði, sem lokaði þegna sína inni, ,,demokratischer sektor." 

Íslendingum stendur til boða vegferð inn Brussellýðræði þar sem kommisarar stjórna í fullu umboði þegnanna. Eða þannig.


mbl.is Öflugt samstarf óháð umsókninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Hvers vegna gerir Alþingi ekki hreint fyrir sínum dyrum og ákveður með atkvæðagreiðslu í þinginu, að hætta formlega öllum undirbúningi að umsókn um inngöngu í ESB ?

Tryggvi Helgason, 16.1.2014 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband