Réttur einstaklinga til ađ rústa samfélagi

Málsvörn auđmanna og međhlaupara ţeirra er innblásin vandlćtingu um ađ ekki megi ganga á ,,rétt einstaklingsins." Málsvörnin lćtur liggja á milli hluta ađ einstaklingsréttur auđmanna var nýttur á tímum útrásar til ađ eyđileggja samfélagiđ.

Á tímum útrásar fór auđmenn ránshendi um samfélagiđ. Ţeir beygđu og brutu lög og reglur og rćndu banka innan frá, líkt og skýrt kemur fram í rannsóknaskýrslu alţingis. Auđmenn báru fé á stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka og keyptu fjölmiđla til ađ stjórna umrćđunni. Veldi auđmanna óx stofnunum samfélagsins yfir höfuđ.

Eftir hrun náđi samfélagiđ áttum og hóf rannsókn á framferđi auđmanna. Eins og viđ var ađ búast var víđa mađkur í mysunni. Og ţá hófst söngurinn um ,,rétt einstaklingsins."

Málsvörn auđmanna sćkir skotfćri sín í frönsku mannréttindayfirlýsinguna frá 1789, sem lagđi grundvöll ađ mannréttindaumrćđu seinni alda. 

Franska mannréttindayfirlýsingin ber ţađ međ sér ađ vera skrifuđ af borgurum fullsöddum af einveldi konungs og forréttindum ađals og klerka. Engu ađ síđur eru í yfirlýsingunni tvö atriđi sem málsvörn auđmanna lítur alltaf framhjá. Í ţriđju grein segir ađ allt fullveldi sé hjá ţjóđinni og í sjöttu grein ađ lögin túlki almannaviljann.

Enginn ţarf ađ velkjast í vafa um ţađ ađ almannaviljinn á Íslandi stendur til ţess ađ útrásarauđmenn fái makleg málagjöld. 

Réttur einstaklinga til ađ rústa samfélagi getur aldrei stađiđ ofar rétti samfélagsins ađ verja sig.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

OK, svo Páll er núna á móti mannréttindum. Hann er alla vega ekki ađ reyna ađ fela afstöđu sína. Mađur verđur ađ virđa ţađ. 

Wilhelm Emilsson, 16.1.2014 kl. 20:57

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband