Bretar vilja kljúfa ESB í 18 evru-ríki og tíu með aukaaðild

Fjármálaráðherra Breta segir sameiginlega vegferð 28 ríkja Evrópusambandsins senn á enda. George Osborne fjármálaráðherra segir þörf evru-ríkjanna á nánara samstarfi til að bjarga gjaldmiðlinum ekki fara saman við sannfæringu meirihluta Breta að miðstjórnarvaldið í Brussel sé þegar orðið alltof mikið.

Í ræðunni sagði Osborne að enginn vilji væri til þess í Bretlandi að taka upp evru. Evrópusambandið yrði að breytast til að Bretlandi gæti áfram verið þar innanborðs. Í Íhaldsflokknum í Bretlandi er uppreisn gegn yfirvaldi Evrópusambandsins í breskum málefnum.

Breska ríkisstjórnin óttast að almennir þingmenn með stuðningi grasrótarsamtaka kippi Bretlandi út úr Evrópusambandinu í gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Ræða Osborne var öðrum þræði ætluð til að sefa flokksmenn.

Krafa Breta um minni miðstýringu í Brussel í algerri mótsögn við sannfæringu evru-þjóðanna 18 um að aðeins stóraukin fjármálasamruni forði evrunni frá tortímingu.

Samtímis er ekki hægt að auka miðstýringu og draga úr henni. Þess vegna er fjármálaráðherra Breta að boða tvískipt Evrópusamband; evru-ríkin 18 verði í kjarnasamstarfi og hin tíu taki þátt í sameiginlegum markaði.

Útfærslan á þessum hugmyndum, ef þær verða að veruleika, tekur líklega 10 til 15 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband