Miðvikudagur, 15. janúar 2014
Pyntingar í beinni og heimurinn situr hjá
Maður var pyntaður í mosku og hátalarakerfið, sem notað er til að kalla múslíma til bæna, útvarpaði sársaukaöskrum fórnarlambsins til að allir þorpsbúar mættu heyra. Böðlarnir voru liðsmenn Assad Sýrlandsforseta, að sögn Evrópuþingmannsins Daniel Hannan, sem heyrði frásögnina í flóttamannabúðum í Tyrklandi.
Hannan og félagar heyrðu fleiri sögur af skelfilegum afleiðingum borgarastríðsins í Sýrlandi sem ekki sér fyrir endann á.
Og verst er, segir Hannan, það er ekkert hægt að gera. Assad forseti er böðull en andstæðingarnir eru ekki beinlínis kórdrengir, þar fara fyrir trúarofbeldismenn sem virða hvorki mannúð né Genfarsáttmálann um hernaðarátök.
Shía og Súnní múslímar berast á banaspjótum í Sýrlandi í tilgangslausu ofbeldi. Vesturlönd vita af fenginni reynslu í Afganistan og Írak að stórveldainnrás er uppskrift að enn verra ástandi.
Stundum er engin lausn, skrifar Hannan.
Athugasemdir
Það verður alltaf litríkt þegar stríð dragast á langinn. á byrja nefnilega pyntingarnar fyrir alvöru.
Annars er í raun ekkert um þetta að segja. Ég fæ ekki betur séð en þarna séu á ferðinni fleiri hópar af algjörum skúrkum, sem allir eru að drepa hvern annan á víxl.
Hvað á maður að segja um svoleiðis?
Ásgrímur Hartmannsson, 15.1.2014 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.