Miðvikudagur, 15. janúar 2014
Samfylkingarvæðing RÚV
Fyrrum framkvæmdastjóri Samfylkingar, Karl Th. Birgirsson, stekkur til varnar óbreyttu ástandi á RÚV enda þjónar stofnunin hagsmunum Samfylkingar sérstaklega og vinstriflokkunum almennt í fréttaflutningi.
Karl talar um RÚV sem ,,frjálsa fjölmiðlun" og tekur vara á breytingum í átt að flokksvæðingu. Sannleikurinn er sá að RÚV, fréttastofna sérstaklega, þjónar Samfylkingunni sem flokksmálgagn og hefur lengi gert.
Eðlilega vilja samfylkingarmenn óbreytt RÚV. Þeir mun krefjast þess að fá nýjan útvarpsstjóra úr röðum ESB-sinna og reyna eflaust í því skyni að ná bandlagi við litla ESB-hópinn í Sjálfstæðisflokknum sem Þorsteinn Pálsson fer fyrir.
Athugasemdir
Ég er nú reyndar almennt fylgjandi jafnari launa-kjörum öllum til handa en hommadeildin innan samfylkingarinnar hefur verið of áberandi með sín sjónarmið hjá rúv.
Jón Þórhallsson, 15.1.2014 kl. 12:53
Það skiptir þig Páll sjálfsagt engu máli að þetta er sá fréttamiðill sem nýtur lang mest trausts. Þessari stofnun skal rústað með því að koma þarna inn " réttu" fólki til að flytja " réttar" fréttir. Kanski verður þarna loksins komin einhver fjölmiðill sem vill ráða síðuhafa í vinnu. Hverjum er ekki sama um 70-80 % þjóðarinnar sem treystir fréttastöfu RUV. Þú verður lélegri og lélegri Páll og notar gamla trikkið að ef þú segir eitthvað nógu oft að þá verði það sannleikur
Baldinn, 15.1.2014 kl. 14:37
Alltaf er ástmögur Moggans jafn fyndinn!
Eiður Svanberg Guðnason, 15.1.2014 kl. 14:42
Sem enn eitt dæmið um kolhlutdrægan fréttaflutning RÚV þá má nefna það að eftir myndun Vinstri Ríkisstjórnarinnar var ljóst að VG hafði svikið kosningastefnuskrá sína og kjósendur flokksins illilega með því að ganga að kröfum Samfylkingarinnar um að senda inn nánast skylirðislausa ESB umsókn. Aldrrei hömuðust RÚVarar á Steingrími J. og co um það að flokkurinn væri að svíkja kosningaloforð sín og stefnu VG með þvi að hallast svona illilega á sveif með Samfylkingunni, þó svo að flokkurinn logaði í illdeilum og fylgið hrundi afeim út af þessum svikum.
Nei þvert þá á móti þá barðii RÚV bara á þeim fáu þingmönnum VG sem vildu standa í lappirnar og stöðva þetta ESB bull.
Að mati RÚV var það ægilegt mál og þetta mjög bilað og vont fólk af því þau væru að svíkja Samfylkinguna og ESB stefnu þeirra.
Sífelldar söguskýringar þeirra á klofningnum og fylgishruni VG voru alls ekki þessu svik í ESB málinu, nei alls ekki það voru að mati RÚVara og sérvalinna viðmælenda þeirra aðeins vegna þessarar óeiningar í flokknum og að þeir stæðu ekki nógu þétt með formanninum að áframahaldandi svikastefnunni í ESB málinu með Samfylkingunni.
Sama er upp á teningnum nú nema með öðrum formerkjum nú hamast RÚV á báðum stjórnarflokkunum en þó alveg sérstaklega á Sjálfsstæðisflokknum að þeir séu svíkja einhver loðin orð tal einhverra örfárra í flokknum um mögulega einhverja þjóðaratkvæðagreisðlu um ESB málin,sem er þó ekki talað um í stjórnarsáttmálanum.
Nú eru það útmáluð sem einhver ógurleg svik að standa við stefnu og Landsfundarsamþykktir beggja þessara flokka um að stöðva ESB aðildar ruglið af því að báðir stjórnarflokkarnir eru samstíga samkvæmt stefnum þeirra beggja og skýrt á móti ESB.
Þetta eru í frétta tíma eftir fréttatíma og skýringarþáttum RÚVara talin vera einhver ógurleg svik.
Þetta tekur engu tali hvernig þetta lið hagar seglum eftir vindi í hlutdrægni sinni fyrir ESB aðild þjóðarinnar.
Gunnlaugur I., 15.1.2014 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.