Helgi Seljan skilur, Ólafur Stephensen vill ekki skilja

Helgi Seljan fréttamaður RÚV skilur stefnu ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandsmálum. Stefnan er líka einföld og skýr: viðræðum við Evrópusambandið um aðild verði hætt og þær ekki hafnar að nýju nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í Kastljósi RÚV ræddi Helgi við utanríkisráðherra um ESB-umsóknina. Þar fór ekkert á milli mála að báðir stjórnarflokkarnir eru andvígir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þess vegna er búið að slíta viðræðum og ekki á döfinni að taka þær upp að nýju. Þjóðaratkvæðagreiðsla er þess vegna ekki á dagskrá.

Ólafur Stephensen, yfirlýstur ESB-sinni og ritstjóri Fréttablaðsins, vill ekki skilja einfalda og skýra stefnu ríkisstjórnarinnar. Hann skrifar leiðara með eftirfarandi upphafsmálsgrein

Umræður um hver eigi að vera næstu skrefin í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins taka æ furðulegri stefnu. Fyrir kosningar voru lykilmenn í báðum núverandi stjórnarflokkum á því að gera ætti hlé á aðildarviðræðunum og efna svo til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald þeirra.

Ritstjórinn lítur hvorki á samþykkta stefnu stjórnarflokkanna né texta stjórnarsáttmálans. Hann klippir saman óskyldum atriðum, að gera hlé á aðildarviðræðum annars vegar og hins vegar að án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu verði viðræður ekki hafnar að nýju. Út frá þessum aðgreindu atriðum Ólafur býr sér til forsendur og leggur út af þeim. Ritstjóri Fréttablaðsins endar vitanlega út í móa með sinn málflutning, enda hófst hann þar.

Stefna ríkisstjórnarinnar er að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess. Af því leiðir er búið að stöðva aðlögunarferlið sem hófst með ESB-umsókn Samfylkingar. Til að undirstrika andstöðu sína við aðild og girða fyrir öll undirmál gaf ríkisstjórnin þjóðinni loforð í stjórnarsáttmála um að ESB-ferlið verður ekki endurvakið án undangenginnar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Á meðan ríkisstjórnarflokkarnir breyta ekki um stefnu í Evrópumálum er engin ástæða til að íhuga þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sumu fólki gengur afar illa að skilja jafn einfaldan hlut og þennan sem þú greinir þarna frá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.1.2014 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband