Mánudagur, 13. janúar 2014
Klíkuveldi VG/Samfó í RÚV - hvað er að frétta?
Í ályktun stjórnar starfsmannasamtaka RÚV segir um stjórnunarhætti ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. gagnvart stofnuninni
Undanfarin ár hefur ríkt pukur í stjórnkerfinu varðandi málefni RÚV og lítið sem ekkert samráð haft við starfsfólk. Dæmi um slíkt var í kringum smíði frumvarpsins um RÚV á síðasta kjörtímabili þegar skuggahópur fyrri ríkisstjórnar stýrði öllum helstu málum á bak við tjöldin.
Hér eru á ferðinni alvarlegar ásakanir sem fréttastofa RÚV hlýtur að taka til umfjöllunar. Það verður að fletta ofan af ,,skuggahópnum" og ábyrgð fráfarandi menntamálaráðherra á pukrinu.
Vinstriflokkarnir stærðu sig af því að pólitísk stýring væri ekki lengur á RÚV í gegnum útvarpsráð. Starfsmannasamtök RÚV gera því skóna að ólýðræðislegar klíkur hafi tekið völdin og vélað um stofnunina.
Ekki er hægt að sópa þessum ásökunum undir teppið og það væri síðasta sort er fréttastofa RÚV léti hjá liða að efna til ítarlegrar fréttameðferðar á málinu.
Athugasemdir
Menn þurfa nú ekki að vera gæddir sérstakri snilligáfu til að lesa í tilgang pólitískra frétta Rúv.,sem hafa staðíð yfir í hartnær 6 ár. Það tók mann nokkurn tíma að átta sig á að hér höfðu óvinveitt öfl lýðræðisins fengið völdin. Eða viðmælendur manni minn,enginn í stjórnarandstöðu hafði minnsta ráðrúm til að andmæla,hvorki í aðalsettinu eða í sérstökum umræðuþáttum. Það er auðvelt að sjá fyrir sér blóðheitari manneskjur,hleypa öllu í bál og brand.
Helga Kristjánsdóttir, 14.1.2014 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.