Framhjáhaldið er til að auka vinsældirnar

Forseti Frakkklands býr til drama í kringum einkalíf sitt til að auka vinsældir sínar. Samkvæmt könnun, sem Guardian segir frá, telja aðeins 31 prósent Frakka Hollande hæfan forseta en heil 56 prósent að maðurinn Hollande sé geðugur.

Opinberun á framhjáhaldi forsetans með ungri leikkonu eykur vægi persónunnar Hollande í umræðunni. Og hann vill umfram allt vera á persónulegum nótum í opinberri umræðu. Vel sviðsett innlögn sambýliskonu forsetans á sjúkrahús kitlar grátaugar fransks almennings og eykur samúðina með forsetaparinu.

Framhjáhaldið er djörf tilraun til að láta dramatík í einkalífinu yfirskyggja stjórnmálin. Við erum að tala um Frakkland.


mbl.is Hollande hreinsi andrúmsloftið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þessi Frakka-forstjóri er upptekinn af að slátra saklausu fólki í Afríku þessa dagana. Það er stóra feimnismálið, sem verið er að fela með þessum kvennafars-sögum.

Hverjum er ekki nákvæmlega sama hvernig einkalíf svona slátrara er, miðað við stóra sannleikann sem á að fela með slúðrinu?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.1.2014 kl. 20:13

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Slátrari? Eru menn slátrarar ef þeir reyna að stöðva snaróða fjöldamorðingja sem stunda þjóðarmorð? Voru rússnesku hermennirnir sem frelsuðu síðustu fangana í Auschwitz slátrarar af því að þeir skutu á hermenn nasistastjórnarinnar?

Sæmundur G. Halldórsson , 13.1.2014 kl. 21:34

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Samy. Friður og mannréttindi munu aldrei koma úr byssuhlaupum, né með sprengjuárásum. Það var víst aðferðin sem var notuð í heimsstyrjöldunum, með ýmsum áróðurs-heilaþvotta-aðferðum.

Hvar er friðurinn sem átti að koma úr því helfarar-sturlunar-villimannabrjálæði? Hver leyfir slátrun á saklausu fólki jarðar í dag?

Er ekki nokkur leið til að nota vitið á friðsamlegan hátt, og uppskera frið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.1.2014 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband