Borgarastyrjöld í Evrópusambandinu

Borgarastyrjöld geysar í Evrópusambandinu þar sem borgarar efnaðri velferðarríkja í norðri verjast ásókn fátæklinga úr austri, einkum Rúmeníu og Búlgaríu. 95 þingmenn annars af tveim stjórnarflokkum í Bretlandi krefjast þess að breska þingið taki sér heimild að hafna lögum og reglum frá Brussel.

Kemur ekki til greina, segir forseti Evrópuþingsins og kandídat til forseta framkvæmdarstjórnarinnar, Þjóðverjinn Martin Schulz. Hann segir frjálsa för vinnuafls hornstein Evrópusambandsins.

Vinnuafl er eitt en annað er að setjast upp á velferðarþjónustuna. Lífskjör í Rúmeníu og Búlgaríu eru svo langt fyrir neðan það sem tíðkast í Norður-Evrópu að það borgar sig fyrir fólk að færa sig um set innan ESB til að njóta bóta í norðri (á Íslandi er þetta kallað Reykjanesbæjarsyndrómið).

Framkvæmdastjórn ESB keyrir Evrópu í gjaldþrot, segir Die Welt, um velferðartúrisma innan sambandsins. Borgarastríðið í Evrópusambandinu mun standa yfir á meðan lífskjör eru jafn misjöfn innan sambandsins og raun ber vitni. Evrópusambandið fær ekki þrifist til frambúðar með þennan ójöfnuð. Þess vegna mun Brussel finna leiðir til að jafna lífskjörin, taka frá þeim ríku í norðri og fær þeim fátæku í austri og suðri. Samtímis mun miðstjórnarvald Brussel stóraukast.

Borgarastyrjöldin í Evrópusambandinu mun standa yfir næstu áratugina og allar líkur á að hún gangi að sambandinu dauðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband