AA-samtök fyrir efnishyggjufólk

Því meiri peningar, því betra líf er ósagða lífsmottó okkar kapítalíska samfélags. Lífsgæði eru mæld í peningum og hamingjan fæst með góðum mánaðarlaunum. DV birtir viðtal við mann sem lét stjórnast af efnishyggju að því marki að hann missti bæði konuna og lífshamingjuna.

Íslendingar eru næmir á undirstrauma lífsmenningarinnar DV gæti hafa hitt á sprænu er verði að stórfljóti innan tíðar. Nokkurrar lífsþreytu gætir með hálaunaaðalsins á Íslandi sem boða hófsemi í öll mál, einkum í launakröfum. Þá vekja félagsfræðiprófessorar athygli á því að misréttið sem fylgir efnishyggjunni sé beinlínis ónáttúrulegt.

Beinast liggur við að stofna AA-samtök fólks þjakað af efnislegri ofgnótt og óhamingjunni sem fylgir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband