Laugardagur, 11. janúar 2014
Al Capone, Al Thaní-máliđ og verjandinn Brynjar
Al Capone var innsti koppur í búri mafíunnar á bannárunum í Bandaríkjunum. Mafían starfađi hvorttveggja í lögleysulandi en var jafnframt međ starfsemi í lögmćtum rekstri. Í Al Thaní-málinu var réttađ yfir fjármálafurstum sem voru innsta hring íslensku fjármálamafíunnar sem lögđu efnahagskerfiđ í rúst.
Alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum og fylkisyfirvöld reyndu međ ýmsum ráđum ađ koma lögum yfir Al Capone en gekk illa framan af. Al Capone var sekur eins og syndin en lögfrćđingum hans tókst einatt ađ finna skjól fyrir glćpamanninn í reglum réttarríkisins. Fjármálaráđuneytiđ bandaríska kom loksins lögum yfir mafíumanninn vegna ţess ađ hann sveik undan skatti.
Íslenska fjármálamafían er sek eins og syndin og ber ábyrgđ á fjármálahruninu. Í Al Thaní-málinu tókst ađ kom lögum yfir nokkra af helstu fjármálafurstunum.
Brynjar Níelsson er lögmađur og var verjandi einstaklings sem var grunađur um ađild ađ lögbrotum í Al Thaní-málinu. Ţegar lögmađur tekur ađ sér mál skjólstćđings fylgir ađ hann lítur á lögin frá sjónarhorni skjólstćđingsins og međ hagsmuni hans í huga. Brynjar kynnti sér Al Thaní-máliđ í öndverđu sem lögmađur sakbornings í málinu og ţađ hlýtur ađ lita alla afstöđu lögmannsins til málsins.
Ef Al Capone hefđi fengiđ Brynjar Níelsson sem lögmann ţá hefđi Brynjar veitt ítalska mafíósanum alla ţá lögfrćđiţjónustu mögulegt var ađ veita, ţar međ taliđ ađ setja upp sirkussýningu í réttarsal eins og verjendur gerđu í Al Thaní-málinu og töfđu vísvitandi réttarhöldin.
Lögin eru í ţágu samfélagsins og eiga ađ tryggja réttlćti. Óhugsandi er annađ en ađ lögum verđi komiđ yfir helstu gerendur íslensku fjármálamafíunnar á tímum útrásar. Öllum tiltćkum međölum réttarríkisins á ađ beita til ađ svo verđi. Ţađ vćri einfaldlega ekkert réttlćti í ţví ađ fjármálafurstarnir myndu spígspora frjálsir menn um götur og torg eftir ţá sviđnu jörđ sem ţeir skildu eftir sig.
Fyrir utan fornafniđ eiga mál Al Capone og Al Thaní-máliđ ţađ sameiginlegt ađ sakborningarnir voru ekki sakfelldir fyrir höfuđglćpi sína en sakfelldir engu ađ síđur.
Athugasemdir
Eftirfarandi hlustar almennur borgari á og hefur gert um árabil. Menn nýkomnir til landsins voru handteknir og í framhaldinu sakfelldir fyrir gróft ofbeldi og ţjófnađ. Fréttinni fylgir jafnan ađ ţeim var skipađur verjandi. Ég hef oft hugsađ hver borgar verjandanum og hversu alvarlega leggur hann sig fram. Ţótt ţetta sé ekki beint í líkingu viđ Al Thaní máliđ,hlýtur mađur ađ hugsa um ađ réttlćtiskennd verjanda er ţađ afl sem hann byggir vörnina á,en hafi hann efasemdir um framferđi sakbornings,ţarf hann heldur betur ađ brýna sig til athafna,eđa segja sig frá málinu ella.--- Brynjar er ađ taka ađ sér mál grunađs manns í Al Thaní málinu og segir sig sjálft ađ trúnađur ríki milli ţeirra og m.a. útfrá ţví vinnur hann. Lögfrćđingur sćkjanda hefur allan rétt til ađ véfengja,ađ ţví leiti er hann ţá einnig litađur,,hvor er betri brúnn eđa rauđur? Auđvitađ verđur ađ koma lögum yfir íslensku glćpamenn útrásarinnar. Ţađ verđur bara ađ ver skýrt ađ um lögbrot sé ađ rćđa. Ţađ er bara eitt, ţetta er fariđ ađ líta út eins og í umferđinni, óheppin ađ lögreglan var ţarna og sektađi ,,mig,, heppin ađ ná ađ keyra heim eftir/viđ skál og fá ekki háa sekt. Ţannig var Baldur Guđlaugs dćmdur,trúir nokku ađ hann hafi veriđ sá eini sem hćgt var ađ sakfella.Annars gengur ţetta ekki út á hverju viđ trúum upp á ađra.
Helga Kristjánsdóttir, 12.1.2014 kl. 03:31
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.